Monday, 30 July 2007

Litla ég á leið út í heim!

Hér er ég komin með spánýja og fína bloggsíðu sem er að gera sig klára fyrir að geyma öll mín Paraguay ævintýri! :) Ég ákvað að það væri bara þæginlegra að hafa sér síðu fyrir bloggin þar úti sérstaklega þar sem bloggsíðan mín á bloggar.is hefur bara ekki verið að virka upp á síðkastið. Ég var samt bara að uppgötva það að hún virkar í firefox. Ég samt nenni ekki að þurfa að standa í veseni út af því úti þannig að ég mun nota þessa síðu! :Þ

Eins og flestir vita þá er ég á leiðinni til Paraguay sem skiptinemi. Í dag eru aðeins þrír stuttir dagar í að ég leggi af stað til Paraguay. Ferðin mun taka um það bil sólarhring og ég millilendi tvisvar (í New York og Sao Paulo í Brasilíu). Ég verð þar í heilt ár og verð í skóla þar. Ég mun búa í bæ sem heitir Hernandarias og er við austurlandamærin (við Brasilíu) norðan við stórborgina Ciudad del Este (Borg Austursins). Ég veit ósköp lítið um verðandi fósturfjölskyldu annað en nöfnin þeirra og störf. Ég hef ekki ennþá fengið að sjá myndir af þeim svo það kemur þá bara í ljós þegar ég kem þangað hvernig þau eru og líta út.

Ég er búin að vera rosalega dugleg í dag og drífa í að gera herbergið mitt klárt. Hann Gísli Már ætlar nefninlega að nota herbergið mitt eitthvað á meðan ég er úti. Ég er búin að pakka næstum öllu sem ég mun ekki taka með mér (sem er nánast allt í herberginu mínu því ég má taka svo lítið með mér) niður í kassa til að geyma á meðan ég er úti.

Ætli þetta sé ekki gott í bili. Ég vona bara að sem flestir muni skoða bloggin mín og kommenta. :)

Hildur Inga Paraguayfari!