Thad kom ad thví... ég er eini skiptineminn í Hernandarias núna! Ryan er farinn... Hversu sorglegt er thad eiginlega?! Ekkert smá einmanalegt hérna án hans. En hann var bara hérna í hálft ár og gat ekki lengt prógrammid út af thví ad hann thurfti ad fara heim til ad klára skólann sinn. Svo... thann fimmta janúar fórum vid nokkur til Asuncion, ég, Nick og Maria, til ad horfa á eftir honum á flugvellinum thann áttunda janúar. Ekkert smá sorglegt... vinir voru ad kvedjast tharna á flugvellinum vitandi ad eflaust munu thau aldrei sjást aftur... ég get bara ekki hugsad mér thad thegar ég mun thurfa ad fara heim og kvedja alla hérna :'( nógu erfitt ad thurfa ad kvedja hann Ryan greyid.
Annars thá vard Asuncionferdin okkar ad thessari svakalegu fjogra daga partíferd... Kvedjupartí og fleiri kvedjupartí og sídan afmaelisveisla og fleiri barferdir.... svo já... thetta var bara ansi gaman xD Reyndar var ansi lítid sofid svo ad á leidinni heim thann níunda (heppin ad hafa fundid rútu med loftkaelingu á gódu verdi) thá steinsofnudum vid oll! Meira ad segja mér tókst ad sofa smá, en ég á erfitt med ad sofa í rútum venjulega.
Svo frétti ég af thví ad Brittaney vaeri ad koma aftur til Paraguay! Ég gat varla trúad thví, og var ekkert smá glod ad heyra! Svo hafdi hún samband thegar vid vorum á leidinni frá Asunción. Snemma á fimmtudagsmorguninn, daginn eftir ad ég kom heim frá Asuncion, hitti ég Britt, fyrrverandi AFS systur hennar og Janneke og vid fórum til Foz. Ég hélt reyndar ad vid vaerum ad fara til Foz sem er baerinn rétt hinum megin vid landamaerin í Braselíu en thá voru thaer ad meina fossana thar!! (Foz: foss) Thad eru thessi svakalega stóru og flottu fossar thar sem ég hafdi ekki ennthá séd svo thetta var bara ansi gaman, skrítid ad vera bara allt í einu á leidinni thangad en thad var samt bara ennthá skemmtilegra, var heppin ad hafa tekid med mér myndavélina!! xD Thetta eru svakalega flottir "regnskógafossar", 250 í allt og mynda 3 km langa fossalengju. Ekkert smááááá, fallegt!!! Vid ákvádum fyrst ad vid vorum tharna ad eyda smá pening og fara í bátaferd til ad skoda fossana. Thad var alveg frábaert og ótrúlega flott ad sjá fossana frá thessu sjónarhorni en svo gerdist thad sem vid hofdum kannski ekki beint búist vid... vid fórum inn í einn fossinn sem thýdir ad vid urdum alveg reeeeennblaut xD Var samt gaman, hahaha, oll rennblaut líka thad sem eftir var dagsins. Vid fórum thá ad skoda fossana frá venjulega sjónarhorninu, thetta var gongustígur medfram fossunum sem endadi sídan á stad thar sem madur gat labbad á palli til ad skoda fram af einum fossinum, ekkert smá flott nema madur vard rennblautur og í okkar tilviki urdum vid rennblautar í annad skiptid, hehehe xD
Á laugardeginum fóru thaer ad skoda Itaipu og ég skellti mér med theim og eftir thad var kvatt og thaer héldu til Asuncion og sídan til Chile. Thegar ég kom heim hafdi heimilid fyllst af fólki! Aettingjar frá Asuncion hofdu lagt undir sig húsid thar sem ad um kvoldid var brúdkaup eins fraendans. Stofan var logd af dýnum og rúmin notud betur en venjulega en allir hofdu einhvern stad til ad sofa á endanum. Um kvoldid var sídan thetta svakalega flotta brúdkaup, ótrúlegt hvad thau hljóta ad hafa eitt miklum pening í thad! Eftir allt fíneríid var sídan dansad, fólk á ollum aldri, og skemmtilegir hattar sáust á fólkinu og einhversskonar gervisnjó var sprautad yfir mannfólkid.
Sídan á sunnudeginum var bara rólegheit, horft á dvd med krokkunum og sídan fór helmingurinn af lidinu og thad létti adeins yfir heimilinu, daginn eftir fór sídan restin af fólkinu en hins vegar kom Jana í heimsókn í nokkra daga. Hún var komin med nóg af thví ad hanga heima hjá sér í CDE, hehehe, hún er nefninlega ekki búin ad gera neitt í thví ad rádi ad ferdast um PY. Ég er hins vegar búin ad nýta hvert taekifaeri og búin ad sjá meira og minni mest af thví sem vert er ad sjá í PY. Bara carnivalid í Encarnacion sem ég á eftir ad sjá sem er í byrjun ferbrúar og jú, ég er ad plana thad :D. Hún kom og thad var gengid um allt Hernandarias, eda allaveganna allan midbaeinn og farid á alla adal stadina sem tók ekki langan tíma. Thá var farid ad heimsaekja allar skemmtilegustu vinkonurnar, meira ad segja Francis var heimsótt í vinnuna. Thá var ekki mikid meira til ad gera svo vid sátum bara heima og drukkum terere xD.
Komid gott. Tharf víst ad loka cybernum... ;)
Kaerar kvedjur frá PY!
Hildur Inga