Tuesday, 11 March 2008

Netid heim! :D

Sael :)

Gódar fréttir! Í gaer thá fengum vid internetid heim! Loksins! :D Jeij! Svo ad ég tharf núna ekki alltaf ad fara á cyber til ad komast í netid núna! Einnig thá er búid ad gera vid tolvuna svo ad bloggid sem týndist er komid í leitirnar, hehe. Verdi ykkur ad gódu!


"Áramótin voru skárri en jólin. Fólkid klaeddi sig í eins konar djammfot, fallegir litir og glitur var málid. Í thetta skiptid safnadist aettin heim til mín (thad er alltaf stórfjolskyldan sem er málid, um jólin fórum vid oll upp í sveit) og thad voru pontud bord og dúkar og stóla og plantad á verondinni til ad allir kaemust fyrir, svo var hladbord á bordstofubordinu inni. Vid sátum og thad var talad og ad sjálfsogdu drukkid bjór, uppáhaldsbjór pabbans, Budweiser, og á medan voru krakkarnir fyrir framan húsin ad sprengja litla flugelda (eitthvad ekki rétt vid thad thar sem thad var enginn ad fylgjast med theim!) Thad var bordad um svona 11 og sídan klukkan tólf thá fodmudust allir og kysstust og budu gledileg áramót. Svo voru sprengdir flugeldar (sem betur fer... engin áramót án flugelda!). Nágranninn hinum megin vid gotuna gerdi sér ekki grein fyrir thví ad thad aetti ad skjóta theim upp og einn theirra skaust einn metra frá hofdunu mínu og inn í runnann í gardinum, thetta var svona íla eda eitthvad, ekkert stórt sem betur fer. Sídan voru thad hefdirnar. Allir sem vildu ferdast á komandi ári gengu yfir gotuna og til baka med ferdatosku, ég var medal theirra fyrstu ad sjálfsogdu sem gerdi thetta! Sídan bordudum vid 12 vínber fyrir gaefu á komandi ári eda eitthvad álíka og sídan var skálad í kampavín og sídru (cydra: eins og eplakampavín eda eitthvad, áramótardrykkurinn hérna). Thá fór allt unga fólkid út á djammid en ég var svo ólánsom ad thad var enginn sem ég gat farid med, Jana vildi fá mig í áramótapartí en ég bý of langt í burtu og gat ekki komid mér thangad og enginn sem ég gat farid med, Francis ad vinna eins og venjulega, svo ég thá bara sat tharna thad sem eftir var af kvoldinu med ollum gamlingjunum, hehehe (málid er nefninlega ad í fjolskyldunni minni vantar gjorsamlega minn aldur, thad er bons af krokkum á ollum aldri og sídan eru thad tuttugu-og.eitthvad lidid sem er margt komid med krakka og sídan er thad allt “gamla” lidid, foreldrar og fraendur og fraenkur, thannig ad í fjolskylduvidburdum leidist mér oft, en thetta er samt eiginlega bara eini gallinn, annars er fjolskyldan mín algjor aedi!).

Eftir soldid daudann tíma yfir hátídarnar thar sem mér leiddist heldur mikid var thad allt baett upp thar sem vid skelltum okkur thann fimmta til Asunción, ég, Ryan og Nick og María frá Santa Rita. Thad sem var thó omurlegt vid thad var ad ástaeda thessarar ferdar var ad fara til ad kvedja hann Ryan... Hann gat nefninlega bara verid í hálft ár út af skólanum sínum í Bandaríkjunum svo hann thurfti ad fara heim. Ótrúlega leidinlegt ad thurfa ad kvedja hann, Hernandarias/Paraguay er ekki samt án hans... :(

Asunción ferdin okkar breyttist nú samt í heldur betur djammferd! Vid fórum thann fimmta til ad fara thad kvoldid í kvedjupartí Robins, sem er frá Thýskalandi og kom í febrúar. Thad var bara ekkert smá gaman og fullt af skemmtilegum skiptinemum thar. Á sunnudeginum gerdum vid ekki mikid, sváfum allan daginn og sídan skiptumst vid á ad reyna ad koma hinum á faetur sem tókst ekki vel thar sem vid vorum threytt... eftir djammid kvoldid ádur, allt ferdalagid og svo er hitinn bara ekki edlilegur í Asuncion! En thad tókst thó á endanum. Vid fórum til ad kaupa okkur eitthvad til ad borda og eitthvad gott ad drekka fyrir kvoldid, vid aetludum ad hafa naes kvold bara vid, drekka eitthvad og poppa poppkorn! Johanna frá finnlandi var tharna líka, en svo komu thrír vinir hennar svo thetta breyttist í smá partí hjá okkur xD. Vid mundum ekki eftir poppkorninu fyrr en lidid var á kvoldid svo ad útkoman var ekki sem best... veit ekki hver bar ábyrgd á thví samt en held thad hafi verid Nick sem klúdradi thessu... setti allan pokann í einu, fullt af olíu og af einhverjum ástaedum setti hann sykur út í! xD En thad var íslendingur sem maetti á svaedid, hann Sverrir, svo madur neyddist til ad rifja upp íslenskuna, ekkert thad audvelt sko! Ég hafdi thá tilhneyingu ad skipta yfir í ensku thar sem ordin komu upp í hausinn á mér á ensku og thá thurfti ég ad thýda yfir á íslensku, thetta er ekkert smá skrítid! :D
Daginn eftir tókst okkur ad vakna, aetludum á AFS skrifstofuna en vorum of sein svo vid skodudum okkur um í midbaenum og fórum sídan í bíó. Annad skiptid í bíói í PY, fórum á myndin Superbad og vid nádum henni á ensku, jeij! Thetta var thó ekki svo alsaklaus bíóferd thar sem okkur datt í hug ad taka med okkur drykki inn sem er ekki aetlast til ad tekid sé med xD. Ég fór inn og keypti góssid á medan thau hin thrjú fóru út til ad reykja (Maria, Nick og Johanna) thví ad tíminn var lítill. Í bidrodinni mundi ég eftir thví ad ég var í stuttermabol sem á stód riiiisastórt “AFS” á bakinu og thá leid mér ansi óthaeginlega, hahaha. Vid fylltum bakpokann hans Nicks og hlidartosku Johonnu og svo var thetta bara helvíti gaman, myndin ansi gód og vard ekki verri eftir thví sem bakpokarnir taemdust xD. Eftir bíóid var víst eitthvad kvedjupartí sem vid skelltum okkur á, var haldid á bar bara rétt hjá bíóinu svo ansi hentugt. Thá nóttina svaf ég í svona klukkutíma, og thad var í hengirúmi med Nick (hann er samkynhneigdur svo ekki fara ad halda neitt!), hahaha, ekkert smá fyndid! Thad var nefninlega svo sjúklega heitt inni svo ad vid ákvádum ad sofa bara úti en thad var thó ekkert skárra og sérstaklega ekki vid hlidina á annarri manneskju!

Vid thurftum thó ad vakna mjog snemma thann morgunninn til ad fara út á flugvoll. Ég nádi ad koma mér á faetur, fara í sturtu og sídan var komid hinum krílunum á faetur, hvolfdi Nick úr hengirúminu thar sem hann vaknadi ekki annars og sídan héldum vid út á flugvoll.
Á flugvellinum var fullt af fólki, á thessum tíma voru baedi Bandaríkjakrakkarnir og krakkarnir frá Nýja Sjálandi ad fara á sama tíma. Andrúmsloftid var ansi nidurdrepandi og sorglegt thar sem fólk var margt ad kvedjast vitandi thad ad sennilegast muni thad aldrei hittast aftur. Mér fannst rosalega leidinlegt ad thurfa ad kvedja Ryan. Vid keyptum handa honum risastóran Paragvaeískan fána sem kvedjugjof. Svo var horft á eftir theim einu í einu hverfa inn í check-innid...

Eftir ad hafa horft á eftir krokkunum á flugvellinum fórum vid ásamt nokkrum odrum skiptinemum til ad fá okkur eitthvad ad borda (thad var farid ad nálgast hádegi). Sídan fórum vid á AFS skrifstofuna og eftir thad fór ég og Maria heim til Johonnu til ad sofa smá, alveg búnar á thví í hitanum. Nick vard thó eftir med hinum krokkunum. Thegar vid voknudum fórum vid ad leita ad Nick, hann var ekki med gemsann sinn svo thad var ekki allt of audvelt. Fórum í eitt moll, fengum okkur bananasplitt (mmmm) og thegar vid nádum loksins í Nick thá kom hann thangad. Hann var búinn ad plana ad fá sér tattú og vid aetludum ad fara med honum ad gera thad en var hann thá ekki búinn ad fá sér thad thegar hann kom, vid vorum ekkert smá fúlar út í hann, hahaha. Thann daginn var afmaelid hennar Johonnu svo ad vid skruppum oll heim til hennar thar sem systir hennar var med surprise fyrir hana, lítil afmaelisveisla, ekkert smá krúttlegt! :) Vid bordudum empanadas og koku og fórum svo aftur í mollid og thadan á einhvern bar til ad halda upp á afmaelid hennar. Vid fórum sídan “heim” um svona thrjú-fjogurleitid enda ekki lítid threytt en Johanna og Sverrir fóru á eitthvad diskótek. Vid gistum allan tímann hjá vini Nicks, Gabriel, sem er bara thessi svakalega fíni paragvaei. Hann er vodalega stór og thykkur med skegg og virdist vodalega hardur á thví vid fyrstu sýn en er alveg afskaplega gódur og skemmtilegur náungi. Sídan tekur madur eftir saetri hlidartosku og bleiku plastgaddaarmbandi, hehehe. Jú, hann er hommi og svakalega naes gaur xD (thad eru ekki thad margir samkynhneigdir í PY svo ad their thekkjast allir innbyrdis. Nick kominn inn í thann hring svo ad ég er ad kynnast fullt af samkynhneigdu fólki í gegnum hann). Fjolskylda Gabriels er svakalega spes líka, algjor hippafjolskylda. Thar býr Gabriel, mamma hans og systir hans og sídan kaerasti hennar sem minnir mest á Bob Marley. Vid bordudum einu sinni hádegismat med theim og umraeduefnid var um litasamsetningu matarins. Svo var ég ekki hissa á ad rekast á plontu af – í bakgardinum theirra! xD Ótrúlega skondin fjolskylda. :D

Morguninn eftir, thann níunda, reyndum vid sídan ad koma okkur á faetur. Nick vaknadi, fór í sturtu og vakti mig. Ég kom mér á lappir, fór í sturtu, og thá voru Nick og Maria steinrotud. Eftir klukkutíma nádi ég ad vekja Mariu med thví ad hvolfa henni úr hengirúminu (ansi gód adferd, haha) og hún fór í sturtu. Á medan hún fór í sturtu, sem tekur alltaf heila eilífd, hafdi ég steinsofnad í hengirúminu. Sídan vaknadi ég aftur, thá hafdi Maria sofnad aftur og ég vakti lidid í hasti, vorum alveg ad missa af rútunni okkar, og vid drifum okkur út á rútustodina med taxa. Vid réttmisstum af rútunni okkar sem vid aetludum ad taka en vid fundum adra í stadinn. Thá fréttum vid ad thví ad Brittaney vaeri komin aftur til Paraguay!! Ég gat varla trúad thví!! Eftir allt vesenid sem hún hafdi lent í aetladi hún á endanum ad haetta í AFS út af thví ad thau vildi senda hana heim en thá reyndi einn fjolskyldumedlima hennar ad fyrirfara sér og hún fór heim rétt fyrir jól. Sem betur fer lifdi stelpan sem reyndi ad fyrirfara sér af svo ad á endanum var Britt bara í eina viku heima og fór sídan í 2 vikur í heimsókn til skiptinema í Braselíu og kom sídan í heimsókn til Paraguay í nokkra daga og er núna á leidinni til Chile til ad vinna thar í 4 mánudi med odru prógrammi. En thad var ekkert smá gaman ad hitta hana! Hún, fyrrverandi skiptinemi sem bjó hjá henni frá Thýskalandi og Janneke vildi fara til Foz morguninn eftir (thaer gistu hjá Janneke) og audvitad skellti ég mér med theim. Ég hélt ad thaer aetludu bara ad kíkja í baeinn Foz sem er rétt hinum megin vid landamaerin en thaer voru ad meina fossana!! (Foz: foss en baerinn heitir thad) Thad eru nefninlega thessi svakalegu fossar tharna sem ég hafdi ekki ennthá farid ad sjá. En jú, ekki málid! Ég er skiptinemi í odru landi og smámunir eins og thessir eru ekkert mál. Sem betur fer var ég med myndavélina mína med mér! Svo vid fórum ad sjá thessa náttúrufegurd sem var engu lík! Thetta er fossalengja sem teygir sig 3 kílómetra og thetta eru 250 fossar í allt. Vid eyddum smá pening og fórum í bátaferd til ad skoda fossana og endudum á thví reyndar ad fara inn í einn fossinn!! Vissum thad ekki en thad var helvíti gaman! Vorum rennblautar fyrir vikid en thad var allt í lagi, ekki eins heitt eftir á, hehehe. Sídan gengum vid allan daginn og skodudum fossana, bordudum reyndar ekkert thar sem thad var bara svo hriiiikalega dýrt enda túristastadur en thad gerdi ekkert til. Svakalega fallegt allt tharna!
Daginn eftir fór ég med theim ad sjá Itaipu, vatnsvirkjunina, en sídan héldu thaer til Asuncion thar sem thaer eyddu nokkrum dogum og fóru sídan til Chile. "


Aej, kannski pínku langt... hehehe :) Kem thó fljótlega med smá nýlegt blogg! :D














Ég og litlu systkinin mín á jólunum.














Ein falleg mynd sem ég tók úr sveitinni :)


Kaerar kvedjur,
Hildur Inga