Sunday, 23 September 2007

Santa Rita

Gódan dag. Reynum ad byrja á íslenskunni núna. Ég var ad koma heim til Hernandarias núna eftir ad hafa verid um helgina í bae sem heitir Santa Rita ad heimsaekja krakka frá AFS. Einn strákur átti afmaeli svo vid skelltum okkur nokkur frá CDE (ciudad del este) í partí til theirra :). Vodalega gaman. Einn skiptineminn thar býr hjá fjolskyldu sem er svakalega rík, húsid theirra er bara svaka villa, og vid gistum akkúrat thar. Ég held ég hafi aldrei á aevinni sofid í eins stóru og flottu húsi! Vid vorum allaveganna fimm sem gistum tharna og thau hofdu rúmpláss fyrir okkur oll! Vid fórum fjogur frá CDE, ég, Ryan, Laura og Kevin sem var ad flytja rétt hjá CDE. Hann skipti um fjolskyldu og bae thar sem hann var ekkert ad fíla litla sveitabaeinn sem hann lenti í thar sem hann hafdi ekkert ad gera. Núna býr hann í litlum milla-bae sem er lokadur af frá veroldinni fyrir utan. Thetta er vodalega furdulegt. Allt tharna inni er gedveikt flott og bara ríkasta fólkid býr thar. Ég persónulega myndi ekki vilja búa thar, sérstaklega thar sem nágranni hans er kona sem heitir Zoila og er local representer-inn okkar í CDE. Mér er sagt ad hún sé algjor tík. Hver einasta manneskja sem hefur hitt hana eda talad vid hana segir thad svo mig langar ekkert til ad hafa samband vid hana. Ég mun adeins gera thad thegar ég virkilega tharf...
Vid fórum til Santa Rita á fostudeginum, tókum rútuna frá CDE og komum thar seinni partinn. Thar hittum vid thau thrjú sem vid thekktum (oll skiptinemar) og einnig fullt af nýjum skiptinemum. Nokkrir frá USA og thýskalandi og einn frá Nýja Sjálandi. Ég verd bara ad segja ad ég átti í miklum erfidleikum med ad skilja strákinn frá Nýja Sjálandi! Ótrúlega skrítinn hreimurinn og thau nota odruvísi ordaforda. Hann taladi mjog svipad og hann vaeri breti samt, med svakalegan breskan hreim.
Um kvoldid hélt ég ad vid vaerum ad fara í afmaelisveisluna hans Nicks. Vid fórum heim til hans og allt í gódu. Thad var fullt af fólki tharna, tónlist í gangi og veitingar í bodi. Ég furdadi mig á thví hvad fólkid var samt ungt tharna, allir í kringum 13 ára og ég skildi ekki alveg af hverju Nick hafdi bodid theim. Seinna um kvoldid skildi ég thó ad thetta var afmaelistveisla systur Nicks... hún hafdi semsagt líka átt afmaeli, hehe.
Laugardagurinn... vid vissum ekki alveg hvad vid áttum ad gera af okkur í thessum litla bae. Eftir mikla umhugsum fórum vid og leigdum bíómynd til ad horfa á. Reyndar fór megnid ad helginni bara í ad rolta um Santa Rita. Húsin hjá thessum thremur skiptinemum eru frekar langt í burtu og vid vorum alltaf ad rolta á milli húsanna svo gód hreyfing :D. Laugardagskvoldid var svo skemmtilegra. Thá vorum vid med húsid hans Nicks út af fyrir okkur (thad var ekki fullt af 13 ára krokkum) og vid gátum hlustad á okkar tónlist. Ég gerdi tilraun til ad setja Papana á fóninn en thau áttu ekki tengi fyrir iPod og thad heyrdist svo illa í iPod hátalaranum :(.
Daginn eftir, sem er í dag, fórum vid aftur til CDE og Hernandarias. Thó er búid ad plana ad halda upp á afmaelid hans Ryans sem er eftir mánud á McDonalds! Thad vaeri ótrúlega fyndid ef thad myndi ganga upp!

Annars er ég núna fyrst ad byrja ad hafa virkilega gaman í Paraguay. Allt var rosalega erfitt fyrst og mér fannst margt ekkert vera ad ganga upp hérna. Í sídustu viku skipti ég um bekk í skólanum mínum, eftir thad tók allt stakkarskiptum (skrítid ad nota thetta ord, haha). Bekkurinn minn núna er svo thúsundfalt betri en gamli bekkurinn minn. Thau gera hluti saman, skipuleggja eitthvad ad gera á daginn og núna á ég loksins almennilega vini (Paraguaya) hérna í Hernandarias sem eru ekki á 14 ára throskaskeidinu eins og thau í gamla bekknum mínum.

Thad er risastórt tré fyrir framan húsid mitt sem var ad blómstra í gaer. Skaergul blómin. Thad er svo ótrúlega fallegt!! Eitt ad thví sem ég elska vid paraguay eru trén! Thau eru svo óendanlega falleg og morg theirra bera blóm í allskonar litum.

Che rohaihu Paraguay! Ég elska Paraguay!

Friday, 14 September 2007

Fóóótó fótó, fótó fótó!

Ég er ad spá í ad búa til svona myndablogg í thetta sinn. Ég er búin ad taka fullt, fullt af myndum en thad er bara svo mikid vesen ad setja thaer inn á bloggin ad ég hef ekki nennt thví ennthá :).
Heyrdu já, medan ég man. Ég nennti ekki ad skrifa neitt ad rádi um skemmtilegu ferdina mína hingad til Paraguay. Ef thid viljid vita meira um thad aevintýri thá getidi kíkt á http://paragaeinn.bloggar.is/blogg/248782/#ath . Thetta er bloggid hjá Sverri. Vid erum semsagt thrjú sem fórum til Paraguay thetta árid. Thridji íslendingurinn er Lára.

Byrjum bara á myndum úr ferdalaginu...













Á leidinni frá Íslandi til New York. Ég held ad thetta séu ísjakar. Hvad haldid thid?














Sverrir og Lára í flugvélinni.


















Ground zero. Thar sem turnarnir tveir hrundu 11/9/01. Thar sem vid misstum af fluginu okkar vegna mistaka AFS thá urdum vid ad sjá allaveganna eitthvad af New York, ekki satt?


















Lára fyrir utan Hilton-hótelid sem er vid hlidina á ground zero. Svakalega há bygging og ótrúlega flott.















Thetta er kennslustofan thar sem ég fór á hverjum degi í heilan mánud í spaenskutíma. Herbergid er ekki staerra en thetta, ég stend í dyrunum thegar ég tek myndina. Níu stólar med litlu bordi hver. Vid vorum níu í spaenskutímunum. Vid erum sjo á skólaprógramminu og svo eru tvaer med okkur sem eru sjálfbodalidar. Ég er rosalega fegin ad thad gekk ekki upp ad fara til Venezuela sem sjálfbodalidi thar sem ég hefdi ekki nennt ad vera bara ad vinna allan daginn og ekki geta gert neitt eins og thaer! Ég verd ad vidurkenna ad ég sakna spaenskutímanna. Thad var alltaf rosalega long pása thar sem vid gátum spjallad og talad um allt sem okkur datt í hug. Thegar thad var heitt roltum vid í ísbúd sem var rétt hjá til ad kaupa ís sem er svo miklu betri en á íslandi, yummy! Núna erum vid búin ad skipuleggja ad hittast í hverri viku í Ciudad del Este. Vid hittumst oll í gaer sem var ofsalega gaman.


















Fjolskyldan. Mamman, Pacholi og Daniel. Vodalega saet og fín :).














Herbergid mitt. Thad sést pínulítid í Daniel sem er ad spila í tolvunni eins og alltaf. Thad er ein tolva á heimilinu sem er inni í herberginu mínu svo krakkarnir eiga hálfpartinn heima thar í heimi tolvuleikjanna (ekki bara alveg eins og krakkar á íslandi?). Thad er samt ekkert internet heima svo ég tharf alltaf ad heimsaekja cyberinn til ad komast á netid.














Daniel í fótboltaleik.














Stofan og bordstofubordid.














Thegar ég sá thetta í fyrsta skiptid aetladi ég varla ad trúa mínum eigin augum. Er thetta virkilega skinn af alvoru blettatígri?! Já thad er víst... Og thad var hvorki meira né minna en pabbinn sjálfur sem skaut dýrid. Fjolskyldan á einhverskonar bóndabýli eda eitthvad slíkt og ég held ad thad hafi verid thar sem hann skaut blettatígurinn.















Húsid mitt hérna í Paraguay.













Allur spaenskuhópurinn ásamt kennaranum í smá partíi. Minnir ad thetta hafi verid á sídasta deginum thegar vid tókum okkur oll til og bjuggum til eitthvad matarkyns frá heimalandinu. Ég bjó til kanilsnúda frá Íslandi.

Efst frá vinstri; Ryan (USA), Isha (Belgía), Annelies (haerri, frá Belgíu), kennarinn (María Piccardo heitir hún), Jana (Belgía), ég, Adrian (Frakkland). Nedst frá vinstri; Tristan (Thýskaland, hann er reyndar ekki med okkur í spaenskutímunum. Hann kom fyrir 6 mánudum en kom í heimsókn til okkar), Laura (USA), Johanna (Thýskaland) og fyrir nedan hana er Annelies (laegri, frá Belgíu). Thad eru tvaer sem heita Annelies og eru bádar frá Belgíu og eru bádar sjálfbodalidar svo erfitt ad greina thaer í sundur. Vid kollum thaer thó Annelies haerri og Annelies smaerri.
















Las rubias!!! Ljóskurnar! Isha, Jana og ég. Jana er "systir mín" thar sem fólk heldur ad vid séum systur thegar vid erum saman. Reyndar hefur fólk líka spurt hvort vid Ryan séu systkini er vid erum nú bara "fraendsystkin" (mommur okkar eru systur).

















Myndir úr AFS búdunum. Ég kemst thví midur ekki lengra í bili med myndir en ég set allavega tvaer úr "trjápartíinu okkar". Thar sem vid vorum var thetta riiiisastóra, flotta tré sem vid bara urdum ad príla pínulítid í, hehe. Thetta er semsagt ég og Brittaney frá USA. Ég held ad hún búi ekki svo langt frá Hernandarias svo ég get heimsótt hana einhvern daginn, jeij!
















Johanna og Brittaney. Man ekki hver strákurinn er.


Gott í bili. Vona ad thid hafid haft gaman af myndunum! :)

Ég verd thví midur thó ad koma med hraedilegar fréttir. Eins og flestir vita spiladi ég tolvuleikinn World of Warcraft í thónokkurn tíma ádur en ég fór til Paraguay. Thetta er svona nettolvuleikur thar sem thú spilar med fullt af odru fólki frá mismunandi londum og madur eignast fullt af vinum í gegnum thetta. Samt audvitad bara svona nordavinum, hehehe. Thegar ég kíkti á póstinn minn í dag sá ég email frá einni stelpu sem ég kynntist í gegnum tolvuleikinn. Hún tilkynnti mér thad ad sameiginlegur vinur okkar úr WoW vaeri látinn....... Thetta er svo ótrúlega sorglegt :´( Thetta var madur frá Svíthjód sem var bara 33 ára gamall. Hann fékk hjartaáfall og bara dó. Ég man thad sídasta sem hann sagdi vid mig var hversu hugrokk ég vaeri ad fara svona ein til framandi lands. Aejj, thetta er svo sorglegt! :(

Mats/Horgarth.... hvíl í fridi.
Kaerar Paragvaeískar kvedjur,
Hildur Inga

Monday, 3 September 2007

Kanilsnúdar!

Loksins laetur sólin sjá sig hérna. Einu stykki kuldatímabili lokid og núna er sól og blída í Paraguay. Ég hugsa ad hitinn fari svona nálaegt 30ºC en ég held ad thad nái ekki alveg upp í 30.
Thessi helgi fór ekki bara í ad sofa eins og flestar hinar helgarnar (bara laugardagurinn, hehe). Á fostudeginum fór ég í fyrsta skiptid á Paragvaeískt diskótek. Thad var ansi gaman ad prufa naeturlífid hérna. Ég hef heyrt ad Paragvaearnir séu ansi duglegir ad skemmta sér sem ég held ad sé alveg satt. Ég semsagt fór med Ryan, hinum skiptinemanum hérna í Hernandarias, bródur hans og kaerustu bródur hans. Um svona tíuleitid keyrdum vid til Cuidad del Este thar sem adal diskótekin eru thar. Ég held ad diskótekid hérna í Hernandarias sé ekki opid lengur. Á leidinni thangad taladi ég vid kaerustu bródursins og komst ad thví ad hún hafdi einmitt farid sem skiptinemi til Austurríkis! Thad er semsagt meira af fólki sem fer út sem skiptinemar en madur heldur! Hún samt sagdist ekkert hafa verid ad fíla thetta alveg. Veit ekki alveg af hverju en hún var mjog ung thegar hún fór, bara fimmtán ára. Diskótekid sem vid fórum á heitir the Bunker og virtist mjog fínt. Thetta kvold var eitthvad partí thar á vegum háskóla bródursins thar sem thau seldu mida inn. Peningurinn fer svo í ferd til Brasilíu. Thau reyndar nefndu eitthvad med ad taka okkur Ryan med í thessa ferd en ég veit nú ekki alveg hvort hann hafi verid ad meina thad. Vid sjáum til med thad. Thau fóru ad reyna ad selja midana sína og vid Ryan settumst hjá einhverjum vinum bródursins. Thá fórum vid bara ad spjalla vid thau og hafa thad naes. Mér fannst ansi gaman ad geta talad vid fólk sem var ekki yngra en ég thar sem allir í skólanum mínum nánast eru yngri... 16, 17 ára. Vid sátum úti vid bord og hljómsveit spiladi undir. Seinna um kvoldid haetti hljómsveitin ad spila og fólkid fór ad tínast inn á dansgólfin til ad dansa. Á flestum diskótekum eru tvo dansgólf. Eitt fyrir "venjulega fólkid" og annad fyrir "VIP" sem er fyrir thá sem eigi meiri pening og kostar adeins meira inná. Vid byrjudum á VIP en fórum seinna nidur til ad prufa hitt líka. Semsagt bara rosalega gaman!
Spaenskukennslustundunum er brátt lokid. Núna eru bara 3 dagar eftir. Á thridjudaginn aetlum vid oll ad koma med eitthvad frá landinu okkar. Ég tók mig til og bakadi kanilsnúda í gaerkvoldi. Their smokkudust ágaetlega en urdu nokkud hardir samt. Thad sama gerdist med smákokurnar hans Ryans sem hann bakadi. Thetta er út af thví ad hveitid eda eitthvad annad sem er notad vid ad baka er odruvísi hérna og tharf ad nota í adeins odru magni. Thad var ansi fyndid ad fylgjast med theim sem horfdu á mig baka kanilsnúda. Fyrst skildu thau thetta ekki alveg, thad var svo fátt sem thurfti í thá (bara hveiti, sykur, lyftiduft, salt og mjólk.. ekki einu sinni egg!). Thegar ég flatti út deigid skildu thau ekki hvernig ég aetladi ad koma thví svo á plotuna en thegar ég fór ad strá kanilsykrinum yfir og rúlla upp breyttist allt... "aaaaa.... svo thad er gert svona! En snidugt!". Ollum fannst kanilsnúdarnir gódir. Hins vegar fannst varla neinum lakkrísinn gódur sem ég tók med frá íslandi sem ég skil ekki alveg. Skrítnir Paraguayar!
Ad verda komid gott í bili hugsa ég. Núna á fimmtudaginn fer ég til Asunción í svona AFS búdir. Thá fae ég ad hitta alla hina skiptinemana sem verdur bara rosalega gaman! Hins vegar eftir thad er ég nánast á eigin vegum í nokkra mánudi. Naestu AFS búdir eru ekki fyrr en eftir 6 mánudi hérna svo thad er undir mér komid ad hafa samband vid hina og thá sérstaklega hina krakkana í ciudad del este thegar spaenskutímunum er lokid. Thad nefninlega munar rosalega ad geta talad vid einhvern sem hefur menningu á bakvid sig svipada minni og er ad upplifa svipad og ég hérna.
Jaeja thá er ég farin, má ekki verda of sein í hádegismatinn! :)

Kaerar kvedjur frá Paraguay!