Saturday, 17 May 2008

Batnandi bloggari!! :D

Í morgun vaknadi ég klukkan hálf sjo (eda adeins seinna thar sem ég var threytt, leyfdi mér ad sofa adeins lengur og svaf naestum yfir mig xD) til thess ad fara yfir til Macarenu klukkan hálf átta. Vid tókum sídan saman straetó til Ciudad del Este til ad taka thátt í einhversskonar skátaverkefni tengdu hjálparstofnuninni "Abrazo" ("Fadmlag"). Vid hittum nokkra af hinum skátunum (thad komu ekki margir) á leikvelli fyrir born og thar voru samankominn hópur af krokkum. Verkefnid fólst semsagt í thví ad leika vid krakkana, sem eru fátaekir krakkar sem stofnuninn er ad hjálpa. Faestir theirra voru í skóm og fotin theirra voru hálfskítug og rytjuleg á flestum theirra. Einnig thá toludu thau mestmegnis Guaraní svo ég skildi ekki mikid! Svo vid byrjudum bara á thví ad fara í leiki og svona og sídan var hópnum skipt í tvennt. Ég og Maca hjálpudum til med hóp af strákum sem fóru ad spila fótbolta. Ég hélt mér thó til hlés og horfdi mestmegnis bara á thví ad ég er feimin :$. Fótboltavollurinn var alveg rétt vid gotuna og thad var engin grind eda neitt til ad koma í veg fyrir ad boltinn rúlli út á gotu svo ad boltinn var alltaf ad fara út á gotu og krakkarnir hlupu stundum naestum thví á eftir honum út á gotuna, ekki nógu snidugt! :S
Einn krakkanna bad mig reyndar um ad gefa sér pening, greynilega nýkominn af gotunni. Held ég hafi séd thennan strák ádur og thá hafi hann líka verid ad betla, greyjid. Ég samt hef aldrei gefid neinum af thessu litlu krokkum pening, ég bara sé ekki ad thad hjálpi theim neitt, thetta er eflaust bara fyrir foreldra theirra til ad kaupa sér áfengi og eitthvad. Their thurfa líka ad laera ad vinna til ad komast af thegar their verda eldri, annars enda their eflaust bara sem thjófar.

Eftir ad hafa spilad fótbolta í soldinn tíma og farid í allskonar leiki var klukkan ordin margt, krakkarnir fengu smá snarl og fóru sídan heim til sín. Ég og Maca fórum thá nidur í midbae. Vid kíktum inn í búd sem ég hafdi ekki komid ádur sem var med fullt af allskonar varningi og ótrúlega ódýrt! Ég bara alveg missti mig tharna í ódýrum skartgripum, hahaha. Sídan fórum vid og fengum okkur ad borda á kínverskum veitingastad. Ég hafdi komid thangad ádur med Nick. Vid pontudum okkur kjotrétt sem var mjog gódur og núdlurétt sem var med smokkfiski og svo fylgdu med eldhússkaeri til ad klippa núdlurnar thví thaer voru svo langar, hehe. Setti reyndar pínu of mikid af sterka chilidaeminu (aftur). Svaka gott samt!:P














Namm namm :P Ég samt fíladi smokkfiskinn/kolkrabbann/hvad sem thetta nú er ekkert sérstaklega.


Eftir thad fórum vid og fengum okkur hausnudd, mmmmmmmmm!! Fórum aftur á thennan skrítna asíska stad (fór thangad einu sinni med Mariu og Nick). Í thetta skiptid var hárid thvegid og hofudid nuddad. Sídan axlirnar, bakid, handleggina og hendurnar og sídan er hárid á manni stílad í asískum stíl (thetta kostadi 600 kall thar sem krónan hefur laekkad svona mikid (allt kostar mig tvofallt meira en ádur)). Mér fannst nú reyndar hárid á mér ekkert vera neitt thad asian looking en thad var allaveganna pínu odruvísi. Dagurinn var sídan toppadur med thví ad enda á Tropical í Hernandarias og fá okkur ís! :P Rosalega gódur dagur! :)



















Mér finnst thetta ekkert vera neitt Asískt! xD

Í gaer kíkti ég med Sunnu, vinkonu hennar sem er í heimsókn hjá henni (Hanna(h) frá Hollandi) og Manu til Itaipu (vatnsaflsvirkunin) til ad sjá flottu ljósasýninguna sem er alltaf á fostudogum. Hafdi reyndar farid ádur og séd thetta en thad var fyrir 8 mánudum :). Var vodalega flott ad vanda.














Manu, Sunna og ég fyrir framan Itaipu sem er lýst upp voda fínt :)



Í gaermorgunn thá vaknadi ég nokkud snemma thví mér finnst vodalega óthaeginlegt ad fara hálfsofandi í skólann, nae ekkert ad vakna almennilega og svona. Mamma kom thá inn til ad ná í fot á Dani (fotin hans eru geymd inni í mínu herbergi thar sem thetta var alltaf hans herbergi) og spurdi mig hvort ég hefdi dottid úr rúminu! Hahaha! xD Ég vard voda hissa og spurdi hvad hún vaeri ad meina og thá sagdi hún ad thetta vaeri sagt vid thá sem vakna snemma en gera thad samt venjulega ekki! :P Reyndar thá er ég farin ad vera duglegri ad vakna fyrr á morganna eftir ad ég fann loksins, loksins haframjol úti í búd (thad leyndist inni í barnamatardeildinni! :P) svo ég geti graejad mér hafragraut í morgunmat. Theim finnst stórskrítid ad ég eldi thetta og thá med vatni! En kjálkinn á theim datt naestum nidur á gólf thegar thau sjáu mig setja salt, hahah!! :D

Fyrir nokkrum dogum vaknadi ég med eina staerstu frunsu sem ég hef á aevinni fengid!! :S (sjá mynd fyrir ofan). Reyndar voru thetta heilar átta frunsur saman komnar á midja efri vorina svo ad vorin var tvofold ad staerd!! Ekkert smá ógedslegt og óthaeginlegt! Ég er búin ad vera ad passa mig ad smita ekki neinn af thessu thar sem enginn í fjolskyldunni er med vírusinn. Sagdi theim ad drekka alls ekki úr sama glasi og ég og svona (erfidara hér samt en á Íslandi thví ad hér deilum vid mikid glosum og ollu nánast). Svo hef ég passad mig ad kyssi fólk bara út í loftid thegar ég heilsa thví. Sem betur fer er thetta samt ad verda búid og vorin komin í rétta staerd aftur, núna er thetta adallega bara sár.
Í gaer í skólanum var ég eitthvad ad paela upphátt af hverju ég hafi fengid thessa hrikalegu frunsu út af thví ad venjulega fae ég thetta bara yfir próf og svona á Íslandi og sídustu daga hef ég ekkert verid stressud eda neitt. Thá fékk ég útskýringu frá bekkjarsystur (flestar samt stríddu mér á thví ad ég hafi fengid thetta út af thví ad á ballinu/fiestunni fostudeginum ádur sáu thaer mig kyssa strák; thad held ég nú samt ekki ad sé ástaedan, hehe); Hún sagdi ad ég hafi fengid frunsuna út af thví ad ég vaeri med hita í maganum (hiti eins og thegar madur er veikur)! Thá spurdi ég hana hvernig í óskopunum gaeti stadid á thví ad ég vaeri med hita í maganum, thar sem ég hafdi aldrei heyrt á thad minns ad thad vaeri haegt ad vera med hita í maganum. Hún sagdi ad thad vaeri út af thví ad thad ad thad sé ad koma vetur, út af thví ad thad kólnadi svo skyndilega. Afar frumleg útskýring finnst mér! xD

Á midvikudaginn, thann 14. maí, var thjódhátídardagur Paraguays! Paragvaeíski fáninn var hengdur alls stadar og á midvikudeginum voru haldnar skrúdgongur og allir fóru út á gotu. Allir skólarnir tóku thátt í skrúdgongunni, en thad var samt léleg thátttaka hjá skólanum mínum thó ad thetta sé langstaersti public skólinn! Nánast enginn í bekknum mínum tók thátt og ég ekki heldur. Ég hefdi reyndar ekki getad thad thví ég á ekki "fína skólabúninginn". Ég komst sem betur fer upp med ad kaupa hann aldrei, hehehe. Thetta er einhversskonar pilsskokkur eda eitthvad med skyrtu undir, sokkum upp á hnjám, belti, bindi og svortum skóm. Ég fíla ekki ad ganga í pilsum svo ad ég er svakalega ánaegd yfir ad hafa aldrei thurft ad kaupa thetta.

Á fimmtudaginn var sídan maedradagurinn! Hér er hann tekinn adeins alvarlegar en á Íslandi hugsa ég. Mamma fékk ilmvatn frá pabba og systkinum og ég gaf henni konfekt í tilefni dagsins (á maedradeginum er ekkert til sem heitir megrun! ;)). Vid bordudum oll heima hjá ommu thar sem hún er "adalmódirin". Thad komu allir í móduraettinni sem búa í thessum hluta landsins svo thad var slatti af fólki. Thad var rosalega gódur matur og sídan kaka og fínerí í eftirmat. Allir audvitad kysstu og knúsudu ommu gomlu og óskudu ollum maedrum til hamingju med daginn! :)
Annars thá eru prófin byrjud enn á ný í skólanum. Ég tók fyrsta prófid, staerdfraedi, á fostudaginn og gekk bara alveg svakalega vel! Hef ekkert verid ad laera í skólanum en datt allt í einu í hug ad thad vaeri snidugt ad reyna ad ná einhverjum af thessum prófum upp á ad ég fái kannski eitthvad metid á Íslandi (geri samt alls ekki rád fyrir thví). Svo ég fékk verkefnablad lánad hjá bekkjarfélaga fyrir staerdfraedina sem ég laerdi rétt fyrir prófid á fostudaginn og spurdi bekkjarfélaga um hjálp vid thví sem ég botnadi ekkert í. Thetta var ekkert mál, audvelt próf. Hins vegar held ég ad ég muni ekki geta neitt á prófunum á mánudaginn og thridjudaginn, hehe. Bókleg fog sem ég hef ekkert verid ad paela í. Annad er eitthvad um stjórnmál (sem ég hef ekki beint mikinn áhuga á) og hitt er eitthvad um umhverfid hugsa ég, held thetta sé eitthvad um ad fara vel med náttúruna og ganga vel um. :P

Svo langar mig ad sjá komment! Smá díll: Thid kommentid, ég blogga! Ok? :D

Love,
Hildur Inga
P.S. Nú getidi sent mér sms í gegnum netid!! Veeeeei! :D Slódin er: http://www.tigo.com.py/web.tigo ! Númerid mitt er 0983-569787. Thid skrifid nafnid ykkar í "firma", skrifid inn kódann á myndinni og smellid á "enviar" til ad senda. ;) Gangi ykkur vel! Allir ad senda eitthvad! :D

Monday, 12 May 2008

Partí partí partí :P

Hae krakkar ;)

Bekkurinn minn í skólanum er ótrúlega duglegur! Ég bara dáist af theim! Thau eru ad safna sé inn pening fyrir útskriftaferd í lok ársins. Theim langar ad fara á strondina í Braselíu, til Camboriu, sem er ekki audvelt og thau thurfa ad safna alveg hrikalega mikid til ad geta farid! Flestir leggja ekki í thad frá public skólunum en minn bekkur, duglegastur í heimi, stefnir ad thessu. Thau eru búin ad gera alls konar til ad safna inn pening, alls konar happdraetti, selja kjúkling og svo á fostudaginn thá gerdu thau eitthvad stórt. Thad er algengt ad bekkirnir skipuleggi fiestur (partí) og bekkurinn minn skipulogdu eitt á einu diskóteki í Ciudad del Este. Thau voru rosalega dugleg ad skipuleggja thetta og auglýsa. Thau seldu hvert og eitt 30 mida inn í partíid, hengdu upp auglýsingar hér og thar, fóru til CDE til ad auglýsa thetta og selja mida og bjuggu til svaka flotta stuttermaboli sem allir keyptu med nafni partísins (Arghus- La noche de los Dioses (Arghus- Nótt Gudanna)) á til ad auglýsu. Og audvitad fengu thau sem flesta til ad spreyja á hlidar og bakglugga bílanna sinna til ad auglýsa thetta ;).
Vid skelltum okkur oll í partíid á fostudaginn. Ég tók Sunnu med mér en svo var rosa gaman ad vera med ollum bekkjafélogunum líka! Thad kom alveg svakalega mikid af fólki og thetta var bara aedi! Bekkjafélagarnir hofdu meira ad segja stadid fyrir strippurum svo ad um mitt kvoldid maetti fyrst karlmannsstrippari en sídan kvenmannsstrippari! Úlalla, hehehe. Their donsudu fyrir okkur og drógu adila af hinu kyninu upp á svid med theim, sérstaklega karlkyns stripparinn. Hann reyndi ad fá Floru, forseta bekkjarins sem var svaka dugleg ad skipuleggja thetta upp á svid en hún vildi thad ekki. Tek thad samt fram ad thau fóru aldrei úr naerfotunum!
Í morgun thegar ég maetti í skólann thá voru bekkjafélagarnir rosalega ánaegdir, án vafa hafa thau graett alveg svakalega mikid á thessari fiestu thó ad thau viti ekki alveg nákvaema tolu ennthá thví thad tharf ad borga svo margt (thad er ekki alltaf sem ad krakkarnir graeda á thessu, oft tapa their pening eda graeda mjog lítid). Vid stódum oll í hring og héldumst í hendur og forseti bekkjarins, Flora, lýsti yfir ánaegju sinni med alla og svona og svo var farid med Fadir vorid og bedid ad velgengnin haldi svona áfram (hofdum líka bedid til Guds í byrjun skólans thegar vid fórum oll í radir fyrir framan skólastýruna og drógum m.a. fáninn ad húni).

Á fostudaginn thá maetti enginn af bekkjarfélogunum mínum í skólann thví ad thau thurftu ad graeja eitthvad fyrir fiestuna og svona. Ég thó vissi ekki af thessu svo ég maetti alein! xD Thau voru eitthvad ad tala um thetta daginn ádur en thad leyst víst ekki ollum nógu vel á thetta svo ad nokkrir voru ad hugsa um ad maeta bara og gera thad sem gera thurfti eftir hádegi (vid thurftum nefninlega ad fá skriflegt leyfi foreldra hvers og eins til ad mega sleppa skólanum). En ég maetti nú á fostudeginum sem var kannski pínku vandraedanlegt, heheh, samt voda fyndid líka :P Ég labbadi bara inn í tíma, sá ad thad var slokkt thar sem enginn var maettur og thá kom ein fraenka til mín og spurdi mig hvort ég vissi ekki af thví ad bekkurinn myndi ekki maeta í dag. Ég bara fór thá til ad tala vid skólastýruna til ad spurja hvort ég mátti ekki bara fara heim og audvitad mátti ég thad, hehe, en ég thurfti samt ad tala vid hana thann daginn svo ad thetta var ekki algjor fíluferd í skólann. Ég tók eftir thví ad krakkarnir í skólanum horfdu óvenjumikid á mig thennan morgun og hálfbrostu, haha! Sídan reyndar thegar ég var ad bída eftir ad geta talad vid skólastýruna maetti einn bekkjafélagi, hann hafdi víst fengid smsid seint og ekki vitad af thessu, hann hafdi líka thurft ad flytja eitthvad verkefni í skólanum thann daginn svo ad hann kom. Hann var voda hissa, haha.


Annars thá var einn strákur í bekknum (thessi strákur er reyndar voda lítill, hálfgerdur dvergur, voda spes) med ógedslegt videó í símanum sínum og sýndi ollum. Thetta var vídeo thar sem laeknanemar í háskólanum voru med fullt af líkum (til ad aefa sig á) og thau skáru upp mann og skáru úr honum oll innyflin... Thetta er thó ekki búid! Sídan var hofudledrid skorid af og andlitid rifid af! Óged!! :S

Í gaer fór ég med Macarenu í grillveislu úti í sveit, rétt hjá samt. Thetta var afmaeli hjá einhverjum strák sem hún tholir ekki. En málid er ad pabbi stráksins er vinur pabba hennar. Vid stoppudum samt ekki lengi. Maca er víst í skátunum (hún er samt ekki búin ad hafa tíma fyrir thad undanfarnar vikur og ekki búin ad geta maett) og thad var skátafundur thann daginn sem hún baud mér ad koma á. Ég ákvad ad kíkja med henni og mér leyst bara nokkud vel á thetta! Hún er í hóp 18+, thetta eru bara fínustu krakkar og svo vinnu thau ad alls konar verkefnum thar sem thau reyna ad hjálpa fátaekum bornum. Mig langar rosalega ad taka thátt í thessu og ég held ég sé eiginlega í skátunum núna, hehehe. Systur Amondu sem býr í CDE voru tharna (heimurinn lítill hérna í PY líka) og thaer sogdu mér ad í naestu viku aetludu Amanda og Liza ad byrja líka! Sunnu langar líka ad koma og Manu víst líka heyrdu ég, sem er Belgískur sjálfbodalidi og svo langar Mocu ad bjóda ollum hinum skiptinemunum ad koma líka! Svo thad gaeti verid ad naestu helgi verdum vid nánast oll af skiptinemunum! Ekkert smá kúl :)
Annars er Macarena ad fara til Taiwan í ágúst! Hún vann scholarship thar, hún er semsagt ad fara ad laera thar í háskóla í 5 ár! Verdur orugglega ótrúlega gaman!! :)

Thad er komin dagsetning á sídustu AFS búdirnar: 6-8 júní og thetta verdur á einhverju hóteli í Ciudad del Este í thetta skiptid. Mér finnst thetta sorglegt! Thad er svo STUTT EFTIR!!!

Hildur Inga - sem á minna en tvo mánudi eftir í PY!

Sunday, 4 May 2008

OMG stutt eftir!

Halló!
Ég er víst á lífi hérna ennthá thó thad hefur lidid heldur langt sídan ég bloggadi sídast! Hehehe :)


Á fimmtudaginn fór ég upp í sveit med fjolskyldunni thar sem thad var frí thá (1. maí) og vid komum heim í dag. Var rosalega fínt en ferdin byrjadi heldur illa thar sem thad rigndi á fimmtudeginum og allt verdur hálfófaert thegar thad rignir út af thví ad vegirnir eru margir ekki malbikadir og verda bara ein drulla. Vid vorum naestum thví búin ad snúa vid en vid ákvádum samt ad reyna áfram ad komast á leidarenda og thar sem pabbinn er voda gódur ad keyra í forinni komumst vid á leidarenda heil á húfi. Reyndar thá vorum vid stoppud af loggunni í einhverju eftirliti thegar vid vorum nýlogd af stad og vid lentum naestum thví í vandraedum thar sem vid vorum sjo í fimm manna bíl en pabbinn bara brosti breytt og sagdi ad vid vaerum bara ad fara hérna rétt hjá (sem var ekki aaalveg rétt, svona 4 tíma akstur!). Sídan thá byrjadi ad rigna alveg svakalega og tjaldid sem var yfir ollu dótinu okkar aftan á pallinum var hálflélegt og fauk af á endanum svo vid stoppudum einhversstadar og nádum ad redda okkur odru tjaldi til ad setja yfir. Samt sem ádur thá var ég hrikalega óheppin og flest fotin mín blotnudu :(. Thegar vid komum thá hengdi ég allt upp en thad thornadi vodalega treglega í rigningunni og kuldanum. Núna er kominn vetur (gaeti verid ad thad sé ennthá haust en kuldinn er allaveganna kominn) og thad er alveg hrikalega kalt. Thegar vid komum var ég ad deyja úr kulda! Fór upp í rúm og svaf allan eftirmiddaginn undir nokkrum teppum thví mér var svo kalt (ég er ekki lengur hardur íslendingur, núna er ég eins og versti paragvaeji!). Ég sakna óskaplega fatanna minna á Íslandi, ég skildi oll hlýju fotin mín eftir! :( Tharf ad fara ad gera í thví ad fara ad versla thví ég er alveg fatalaus í kuldanum.


Eftir fyrsta daginn var samt rosalega gaman, thad var kalt en thad rigndi allaveganna ekki. Pabbinn hafdi keypt lítinn "kvasí" (man ekki hvad thetta heitir en thau kalla thetta hérna kvasí, thetta er lítid mótorhjól á fjórum dekkjum) fyrir Dani sem vid skemmtum okkur á. Ég fékk ad fara á hestbak og ég fór í smá reidtúr um sveitina. Thad var reyndar bara einn hestur svo ég fór bara ein og hesturinn var heldur leidinlegur (vildi ekki fara hratt, fór orstakasinnum á brokk (sakna toltsins hjá íslansku hestunum!) en thetta var rosalega gaman samt. Sídan fór ég med pabba og Ceci til ad ná í smá maís. Vid keyrdum einhvert thar sem voru maísplontur og sofnudum maís af theim, svakalega náttúrulegt, hehe. Um kvoldid sudum vid og grilludum maís og bordudum eins og gert er á Íslandi. Rétt ádur en vid fórum fylltum vid poka af mandarínum af mandarínutrénu, nammi namm! Jólafílíngur! :D


Thann 20. apríl var kosid til forseta. Fólk var ad spá fyrir um eitthvad thvílíkt, ad allt yrdi brjálad en sem betur fer fór allt fram eins og í sogu! Sami flokkurinn hefur verid vid stjórn í Paraguay í 61 ár en í thetta skiptid thá kaus meirihlutinn annan flokk sem hafdi verid settur saman úr nokkrum minni flokkum. Nýi forseti Paraguays heitir Fernando Lugo. Thetta er semsagt sogulegur atburdur í sogu Paraguays :)

Vegna kosninganna fór ég hins vegar ásamt fjolskyldunni "í felur". Mér finnst hugmyndin sjúklega fyndin en vid fórum í alvorunni í felur! xD Thannig er ad á medan á kosningunum stendur kemur víst fullt af fólki og bankar á dyrnar (reyndar klappar fyrir framan hlidid thar sem vid erum ad tala um Paraguay) og bidur mommuna ad vinna eitthvad tengt kosningunum og leyfa theim ad nota skrifstofuna sína. Samkvaemt logunum má hún ekki segja nei og hefdi sennilegast thurft ad vinna alla nóttina meira ad segja svo vid ákvádum bara ad stinga af. Vid fórum á hótel rétt fyrir utan Ciudad del Este sem var vodalega flott. Vid fórum snemma á sunnudagsmorninum og eyddum deginum thar. Vid fórum ad busla í sundlauginni sem var by the way mjooog kold en mér fannst aedi ad geta synt adeins, sakna thess ad synda, hehe. Og sídan fórum vid í svaka fína aefingasalinn til ad komast "í form" en thad var nú kannski meira bara svona fíblerí :P Sídan fundum vid billjard og ping pong og tolvur svo ad okkur leiddist ekki! Mamman kaus um morguninn og pabbinn seinni partinn (reyndar kusu thau ekki sama adilann, mamman kaus Lugo sem vann en pabbinn kaus gamla flokkinn thar sem hann hafdi sínar ástaedur fyrir thví, of langt til ad útskýra thad). Sídan fórum vid aftur heim á mánudagsmorgninum, snemma til ad krakkarnir naedu í skólann klukkan sjo. Ég hins vegar thurfti ekki ad maeta thar sem thad thurfti ad thrífa skólann út af thví ad hann var víst notadur daginn ádur sem kosningastadur í kosningunum. Ég heppin! :D

Um daginn mundi ég eftir thví ad thad hafi verid bolludagur einhverntíman í febrúar/mars á Íslandi og datt í hug ad búa til bolludagsbollur! Kíkti á netid eftir uppskriftinni af vatnsdeigsbollum, fann sem betur fer allt í thetta úti í búd og skellti mér í baksturinn. Liza og Amanda, tvaer "nýjar" stelpur frá Bandaríkjunum (komu í febrúar), komu í heimsókn til ad hjálpa til. Thetta heppnadist alveg svakalega vel og allir bordudu bollidagsbollur og fannst thetta aedi. Thad er víst til eitthvad svipad hérna í Paraguay, fyndid, en hins vegar thá hofdu Amanda og Liza aldrei prufad neitt thessu líkt, fannst thetta hrikalega gott og tóku bádar med sér uppskriftina! (Ég thýddi hana yfir á spaensku fyrir thaer :)). Amanda bjó thetta sídan víst til seinna med fjolskyldunni sinni. Ég var líku spurd af hverju vid bordudum thetta bara einu sinni á ári og ég svaradi ad vid bordum svo mikid af thessu á bolludaginn ad okkur langar ekki í meira í ár á eftir xD Smá sannleikur samt í thessu :)


Fyrir tveimur vikum byrjadi ég í guaraní tímum med nokkrum odrum skiptinemum. Spaenskukennarinn okkar sem kenndi okkur spaensku fyrsta mánudinn var svo yndisleg ad bjóda okkur upp á thetta. Thetta er svakalega erfitt tungumál og ekki líkt nokkru odru tungumáli (held thad sé skildast tungumálunum í Asíu) en thad verdur gaman ad kunna allaveganna eitthvad í thví. Hingad til kann ég bara soldid af ordum og svona. Í sveitinni til daemis tala thau mikid á guaraní og ég skil ekki nokkud í thví sem thau segja. Á 1. maí vorum vid med fullt af fólki úr sveitinni, vorum ad borda hádegismat saman og einhver song lag á guaraní og spiladi á gítar med og allir hlógur thví textinn var víst vodalega fyndinn. Einnhver sagdi mér ad hlusta thví thetta vaeri svo fyndid en fattadi ekki ad ég skildi ekki nokkurn skapadan hlut :P

Ég er thó bara búin ad fara í einn guaraní tíma hingad til thar sem í sídustu viku ákvad Zoila (AFS konan í CDE) ad hafa fund heima hjá sér og thad var akkúrat á sama tíma svo ég gat ekki maett í guaraní tímann. Ég verd bara ad segja ad konan virdist virkilega vera ad baeta sig núna. Hún er allaveganna byrjud ad vinna vinnuna sína og var bara svakalega fín á fundinum! Málid var nefninlega ad á sídasta ári thá veiktist hún víst eitthvad alvarlega og thad var enginn til ad taka vid af henni svo ad thad var enginn sem vann vinnuna hennar sem AFS trúnadarmadurinn okkar. Samt sem ádur thá er henni longu batnad núna, hún nennti bara ekki ad vinna thetta lengur svo ad hún notadi veikindi sín sem afsokun... thad er mín kenning allaveganna. Ég kom adeins fyrr med Sunnu og vid spjolludum bara og svona thangad til hinir krakkarnir létu sjá sig. Ég raeddi líka vid hana ad mig langadi til ad ferdast, mig langar medal annars ad fara til Encarnacion og hún aetladi ad reyna ad hjálpa eitthvad med ad finna stad til ad gista á thar fyrir okkur oll. Thau hin voru alveg til í thetta og ég held ad ég sé eiginlega ad skiptulegga thessa ferd núna, sjáum hvernig thetta fer :P Vona ad vid fáum leyfi til ad gista á hóteli, thad vaeri svo miklu audveldara en thad er víst bannad út af thví ad alltaf thegar krakkar hafa gist á hótelum hafa thau gert einhvern skandal. Allaveganna virdast einhverjir hafa stadid fyrir thví svo ad enginn má gista á hóteli núna :/


Núna er alveg hrikalega stutt eftir hérna í Paraguay. Núna eru bara tveir mánudir eftir! Ég kem heim í byrjun júlí. Ég er ekki ennthá viss med dagsetninguna en hún er í kringum
5. júlí
held ég. Hlakka rosalega til!! :) Samt verdur ótrúlega leidinlegt og erfitt ad thurfa ad kvedja allt og alla hérna.. Vil varla hugsa um thad!! :S Brádum fer ég ad fá bréf frá AFS sem tilkynnir hvenaer sídustu AFS búdirnar verda. Ég held ad thaer verdi mánudi ádur en vid forum heim. Ótrúlega sorglegt! :( Verdur samt alveg svakalega gaman ad hitta alla og fá ad heyra hvernig árid hefur verid hjá krokkunum hér og thar um Paraguay :)


Kaerar kuldakvedjur frá Paraguay!
Hildur Inga

















Pacho ad renna sér nidur rennibraut í sundlauginni á hótelinu thar sem vid vorum "í felum" :)


















Ceci og Dani í minni rennibrautinni. Dani thordi ekki einn fyrst, pínu hraeddur vid vatnid thví ad hann kann ekki ad synda ennthá.

















Ég med litlu systkinunum :)
















Pacho
















Sko hvad ég er med stóra vodva! ---> Dani

















Ceci

















Ég í sveitinni
















Dani, Ceci og Pacho á "kvasí-inu"

















Ég, hehe :P

















Mamma, pabbi og ég. Pabbinn kann ekki ad koma fram á myndum, hahaha, hann er alltaf voda skrítinn á ollum myndum!

















Fio sem er lítil fraenka, Dani og Ceci med einum af hundunum í sveitinni

















Ég á lata hestinum. Pabbinn vill endilega ad ég sýni ollum á Íslandi ad ég hafi farid á hestbak í sveitinni, hahaha, svo ég aetla bara ad sýna ykkur ad ég hafi sko farid á hestbak ;)


















Pabbi med maís eftir ad hafa tekid utan af einum stonglinum og tekid "hárid" af. Thad eru víst eins konar hár á maísstonglunum! xD
















"Ég fann maís!" xD




P.S. Var aedislegt ad sjá ykkur kommenta! Endilega verid áfram dugleg ad kommenta! :) Elska ykkur og sakna ykkar!!


P.S. 2 Mamma (alvoru mamma) var í útvarpinu um daginn: http://dagskra.ruv.is/streaming/ras1/?file=4390063 Ég er hriiiiikalega stollt af henni!! :D Áfram svona mamma! ;) Elska thig! :)