Sunday, 4 May 2008

OMG stutt eftir!

Halló!
Ég er víst á lífi hérna ennthá thó thad hefur lidid heldur langt sídan ég bloggadi sídast! Hehehe :)


Á fimmtudaginn fór ég upp í sveit med fjolskyldunni thar sem thad var frí thá (1. maí) og vid komum heim í dag. Var rosalega fínt en ferdin byrjadi heldur illa thar sem thad rigndi á fimmtudeginum og allt verdur hálfófaert thegar thad rignir út af thví ad vegirnir eru margir ekki malbikadir og verda bara ein drulla. Vid vorum naestum thví búin ad snúa vid en vid ákvádum samt ad reyna áfram ad komast á leidarenda og thar sem pabbinn er voda gódur ad keyra í forinni komumst vid á leidarenda heil á húfi. Reyndar thá vorum vid stoppud af loggunni í einhverju eftirliti thegar vid vorum nýlogd af stad og vid lentum naestum thví í vandraedum thar sem vid vorum sjo í fimm manna bíl en pabbinn bara brosti breytt og sagdi ad vid vaerum bara ad fara hérna rétt hjá (sem var ekki aaalveg rétt, svona 4 tíma akstur!). Sídan thá byrjadi ad rigna alveg svakalega og tjaldid sem var yfir ollu dótinu okkar aftan á pallinum var hálflélegt og fauk af á endanum svo vid stoppudum einhversstadar og nádum ad redda okkur odru tjaldi til ad setja yfir. Samt sem ádur thá var ég hrikalega óheppin og flest fotin mín blotnudu :(. Thegar vid komum thá hengdi ég allt upp en thad thornadi vodalega treglega í rigningunni og kuldanum. Núna er kominn vetur (gaeti verid ad thad sé ennthá haust en kuldinn er allaveganna kominn) og thad er alveg hrikalega kalt. Thegar vid komum var ég ad deyja úr kulda! Fór upp í rúm og svaf allan eftirmiddaginn undir nokkrum teppum thví mér var svo kalt (ég er ekki lengur hardur íslendingur, núna er ég eins og versti paragvaeji!). Ég sakna óskaplega fatanna minna á Íslandi, ég skildi oll hlýju fotin mín eftir! :( Tharf ad fara ad gera í thví ad fara ad versla thví ég er alveg fatalaus í kuldanum.


Eftir fyrsta daginn var samt rosalega gaman, thad var kalt en thad rigndi allaveganna ekki. Pabbinn hafdi keypt lítinn "kvasí" (man ekki hvad thetta heitir en thau kalla thetta hérna kvasí, thetta er lítid mótorhjól á fjórum dekkjum) fyrir Dani sem vid skemmtum okkur á. Ég fékk ad fara á hestbak og ég fór í smá reidtúr um sveitina. Thad var reyndar bara einn hestur svo ég fór bara ein og hesturinn var heldur leidinlegur (vildi ekki fara hratt, fór orstakasinnum á brokk (sakna toltsins hjá íslansku hestunum!) en thetta var rosalega gaman samt. Sídan fór ég med pabba og Ceci til ad ná í smá maís. Vid keyrdum einhvert thar sem voru maísplontur og sofnudum maís af theim, svakalega náttúrulegt, hehe. Um kvoldid sudum vid og grilludum maís og bordudum eins og gert er á Íslandi. Rétt ádur en vid fórum fylltum vid poka af mandarínum af mandarínutrénu, nammi namm! Jólafílíngur! :D


Thann 20. apríl var kosid til forseta. Fólk var ad spá fyrir um eitthvad thvílíkt, ad allt yrdi brjálad en sem betur fer fór allt fram eins og í sogu! Sami flokkurinn hefur verid vid stjórn í Paraguay í 61 ár en í thetta skiptid thá kaus meirihlutinn annan flokk sem hafdi verid settur saman úr nokkrum minni flokkum. Nýi forseti Paraguays heitir Fernando Lugo. Thetta er semsagt sogulegur atburdur í sogu Paraguays :)

Vegna kosninganna fór ég hins vegar ásamt fjolskyldunni "í felur". Mér finnst hugmyndin sjúklega fyndin en vid fórum í alvorunni í felur! xD Thannig er ad á medan á kosningunum stendur kemur víst fullt af fólki og bankar á dyrnar (reyndar klappar fyrir framan hlidid thar sem vid erum ad tala um Paraguay) og bidur mommuna ad vinna eitthvad tengt kosningunum og leyfa theim ad nota skrifstofuna sína. Samkvaemt logunum má hún ekki segja nei og hefdi sennilegast thurft ad vinna alla nóttina meira ad segja svo vid ákvádum bara ad stinga af. Vid fórum á hótel rétt fyrir utan Ciudad del Este sem var vodalega flott. Vid fórum snemma á sunnudagsmorninum og eyddum deginum thar. Vid fórum ad busla í sundlauginni sem var by the way mjooog kold en mér fannst aedi ad geta synt adeins, sakna thess ad synda, hehe. Og sídan fórum vid í svaka fína aefingasalinn til ad komast "í form" en thad var nú kannski meira bara svona fíblerí :P Sídan fundum vid billjard og ping pong og tolvur svo ad okkur leiddist ekki! Mamman kaus um morguninn og pabbinn seinni partinn (reyndar kusu thau ekki sama adilann, mamman kaus Lugo sem vann en pabbinn kaus gamla flokkinn thar sem hann hafdi sínar ástaedur fyrir thví, of langt til ad útskýra thad). Sídan fórum vid aftur heim á mánudagsmorgninum, snemma til ad krakkarnir naedu í skólann klukkan sjo. Ég hins vegar thurfti ekki ad maeta thar sem thad thurfti ad thrífa skólann út af thví ad hann var víst notadur daginn ádur sem kosningastadur í kosningunum. Ég heppin! :D

Um daginn mundi ég eftir thví ad thad hafi verid bolludagur einhverntíman í febrúar/mars á Íslandi og datt í hug ad búa til bolludagsbollur! Kíkti á netid eftir uppskriftinni af vatnsdeigsbollum, fann sem betur fer allt í thetta úti í búd og skellti mér í baksturinn. Liza og Amanda, tvaer "nýjar" stelpur frá Bandaríkjunum (komu í febrúar), komu í heimsókn til ad hjálpa til. Thetta heppnadist alveg svakalega vel og allir bordudu bollidagsbollur og fannst thetta aedi. Thad er víst til eitthvad svipad hérna í Paraguay, fyndid, en hins vegar thá hofdu Amanda og Liza aldrei prufad neitt thessu líkt, fannst thetta hrikalega gott og tóku bádar med sér uppskriftina! (Ég thýddi hana yfir á spaensku fyrir thaer :)). Amanda bjó thetta sídan víst til seinna med fjolskyldunni sinni. Ég var líku spurd af hverju vid bordudum thetta bara einu sinni á ári og ég svaradi ad vid bordum svo mikid af thessu á bolludaginn ad okkur langar ekki í meira í ár á eftir xD Smá sannleikur samt í thessu :)


Fyrir tveimur vikum byrjadi ég í guaraní tímum med nokkrum odrum skiptinemum. Spaenskukennarinn okkar sem kenndi okkur spaensku fyrsta mánudinn var svo yndisleg ad bjóda okkur upp á thetta. Thetta er svakalega erfitt tungumál og ekki líkt nokkru odru tungumáli (held thad sé skildast tungumálunum í Asíu) en thad verdur gaman ad kunna allaveganna eitthvad í thví. Hingad til kann ég bara soldid af ordum og svona. Í sveitinni til daemis tala thau mikid á guaraní og ég skil ekki nokkud í thví sem thau segja. Á 1. maí vorum vid med fullt af fólki úr sveitinni, vorum ad borda hádegismat saman og einhver song lag á guaraní og spiladi á gítar med og allir hlógur thví textinn var víst vodalega fyndinn. Einnhver sagdi mér ad hlusta thví thetta vaeri svo fyndid en fattadi ekki ad ég skildi ekki nokkurn skapadan hlut :P

Ég er thó bara búin ad fara í einn guaraní tíma hingad til thar sem í sídustu viku ákvad Zoila (AFS konan í CDE) ad hafa fund heima hjá sér og thad var akkúrat á sama tíma svo ég gat ekki maett í guaraní tímann. Ég verd bara ad segja ad konan virdist virkilega vera ad baeta sig núna. Hún er allaveganna byrjud ad vinna vinnuna sína og var bara svakalega fín á fundinum! Málid var nefninlega ad á sídasta ári thá veiktist hún víst eitthvad alvarlega og thad var enginn til ad taka vid af henni svo ad thad var enginn sem vann vinnuna hennar sem AFS trúnadarmadurinn okkar. Samt sem ádur thá er henni longu batnad núna, hún nennti bara ekki ad vinna thetta lengur svo ad hún notadi veikindi sín sem afsokun... thad er mín kenning allaveganna. Ég kom adeins fyrr med Sunnu og vid spjolludum bara og svona thangad til hinir krakkarnir létu sjá sig. Ég raeddi líka vid hana ad mig langadi til ad ferdast, mig langar medal annars ad fara til Encarnacion og hún aetladi ad reyna ad hjálpa eitthvad med ad finna stad til ad gista á thar fyrir okkur oll. Thau hin voru alveg til í thetta og ég held ad ég sé eiginlega ad skiptulegga thessa ferd núna, sjáum hvernig thetta fer :P Vona ad vid fáum leyfi til ad gista á hóteli, thad vaeri svo miklu audveldara en thad er víst bannad út af thví ad alltaf thegar krakkar hafa gist á hótelum hafa thau gert einhvern skandal. Allaveganna virdast einhverjir hafa stadid fyrir thví svo ad enginn má gista á hóteli núna :/


Núna er alveg hrikalega stutt eftir hérna í Paraguay. Núna eru bara tveir mánudir eftir! Ég kem heim í byrjun júlí. Ég er ekki ennthá viss med dagsetninguna en hún er í kringum
5. júlí
held ég. Hlakka rosalega til!! :) Samt verdur ótrúlega leidinlegt og erfitt ad thurfa ad kvedja allt og alla hérna.. Vil varla hugsa um thad!! :S Brádum fer ég ad fá bréf frá AFS sem tilkynnir hvenaer sídustu AFS búdirnar verda. Ég held ad thaer verdi mánudi ádur en vid forum heim. Ótrúlega sorglegt! :( Verdur samt alveg svakalega gaman ad hitta alla og fá ad heyra hvernig árid hefur verid hjá krokkunum hér og thar um Paraguay :)


Kaerar kuldakvedjur frá Paraguay!
Hildur Inga

















Pacho ad renna sér nidur rennibraut í sundlauginni á hótelinu thar sem vid vorum "í felum" :)


















Ceci og Dani í minni rennibrautinni. Dani thordi ekki einn fyrst, pínu hraeddur vid vatnid thví ad hann kann ekki ad synda ennthá.

















Ég med litlu systkinunum :)
















Pacho
















Sko hvad ég er med stóra vodva! ---> Dani

















Ceci

















Ég í sveitinni
















Dani, Ceci og Pacho á "kvasí-inu"

















Ég, hehe :P

















Mamma, pabbi og ég. Pabbinn kann ekki ad koma fram á myndum, hahaha, hann er alltaf voda skrítinn á ollum myndum!

















Fio sem er lítil fraenka, Dani og Ceci med einum af hundunum í sveitinni

















Ég á lata hestinum. Pabbinn vill endilega ad ég sýni ollum á Íslandi ad ég hafi farid á hestbak í sveitinni, hahaha, svo ég aetla bara ad sýna ykkur ad ég hafi sko farid á hestbak ;)


















Pabbi med maís eftir ad hafa tekid utan af einum stonglinum og tekid "hárid" af. Thad eru víst eins konar hár á maísstonglunum! xD
















"Ég fann maís!" xD




P.S. Var aedislegt ad sjá ykkur kommenta! Endilega verid áfram dugleg ad kommenta! :) Elska ykkur og sakna ykkar!!


P.S. 2 Mamma (alvoru mamma) var í útvarpinu um daginn: http://dagskra.ruv.is/streaming/ras1/?file=4390063 Ég er hriiiiikalega stollt af henni!! :D Áfram svona mamma! ;) Elska thig! :)

1 comment:

Anonymous said...

Hæ elskan mín,
Var svo sannarlega kominn tími á nýtt blogg. Frábært hvað þú skemmtir þér vel :), verra með kuldann, þá er bara um að gera að klæða sig vel.
Bara tveir mánuðir eftir, verður yndislegt að fá þig heim aftur.
Njóttu í botn :)
Ástarkveðjur,
Ma