Í morgun fór ég med hinum krokkunum úr spaenskutímunum í dýragard og safn. Vid erum níu skiptinemar hérna í Ciudad del Este og nágrenni. Vid semsagt byrjudum a dyragardinum og sáum fullt af fuglategundum, opum og svo loks hlébarda! Verd ad segja ad ég var hrifnust af theim, hehe. Their voru ad hvíla sig alveg vid rimlana og ég hefdi getad teygt mig inn til ad klappa en ákvad thó ad sleppa thví. É
g sá líka tharna í dýragardinum fugla eins og er í bannernum mínum á thessari sídu. Ég verd bara ad segja ad their eru alveg eins og klipptir út úr aevintýri! Ad horfa á thá er eins og ad horfa á málverk eda eitthvad, rosalega fallegir. Svo var ég ad uppgotva ad vatnsdaemid í bannernum er vatnsstíflan rétt hjá thar sem ég bý og heitir Itaipu!
Ég held thad hafi verid í fyrradag sem vard ansi leidinlegur atburdur. Litli saeti hundurinn á heimilinu finnst ekki! Hann hefur sloppid út og ekki ratad til baka heim. Ég held ad hann hafi verid med ólina á sér og bandid í eftirdragi og allt :(. Thetta er lítill kvenkyns silki terrier (já alveg eins og Terry nema adeins minni) sem er bara 7 mánada. Nú er hálf einmanalegt ad hafa hann ekki hlaupandi um allt eins og hann var vanur. Onnur systirin, Pacho, tekur thetta mjog naerri ser. Ég vona bara ad hann finnist en thad er samt mjog ólíklegt...
Ég aetla ad reyna ad setja inn mynd af fjolskyldunni minni hérna. Ég verd samt af vidurkenna ad ég hef ekki tekid mikid af myndum! Varla neitt enn sem komid er, hehe. Thad voru samt teknar tvaer myndir á myndavélinni minni fyrsta kvoldid hérna. Skiljanlega lít ég kanski ekki sem allra best út thar sem ég var alveg ad deyja úr threytu thetta kvold og hafi ekki einu sinni getad farid í sturtu :(. Ekki gód hugmynd ad draga fram myndavélarnar thá en só vott med thad :).
Stórfjolskylda! Frá haegri (audveldara tha áttina) er Ryan sem er hinn skiptineminn hérna í Hernandarias, vid erum bara tvo. Hann er frá Bandaríkjunum. Fyrir ofan hann er mamma hans hérna sem er systir mommu minnar hérna. Sídan er ég, Pacholí (systir, 12 ára), mamma mín hérna í Paraguay, Cecilia (systir, 11 ára), Daniel sem er veifandi (bródir, 7 ára). Sá sem er lengst til vinstri er Diego, bródir Ryans, og vid hlidina á honum er annad hvort syster hans eda kaerasta. Ég bara man ekki hvort eda hvad hún heitir.
Hérna er svo onnur mynd af mér med nýju foreldrum mínum hér í Paraguay. Hérna getidi séd pabbann. Hann er ekki á hinni myndinni.
Thetta er rosalega gód fjolskylda og ég er mjog ánaegd hérna! :)
Kaer kvedja frá Paraguay,
Hildur Inga!
4 comments:
Frábært að þú sért ánægð með þetta allt saman :)
Gaman að sjá myndirnar. Það er eins og þú sér með krullur á neðstu myndinni :)
Hafðu það sem allra best elsku hjartað mitt og njóttu dvalarinnar alveg til botns.
Ástarkveðjur,
Mamma
Hæ, Hildur Inga, gaman að sjá hvað allt virðist ganga vel hjá þér, gott að þú lentir hjá góðri fjölskyldu. Það er frábært að geta fylgst svona með þér á þessari síðu. Gangi þér vel,
Kveðjur,
Jóhanna,Jói,Dagný og Guðmundur
Sæl Hildur!
Gaman að sjá myndirnar! Gott að þú skemmtir þér vel!!
Knúss og kossar!
kv. Thelma
Halló Hildur Inga
Ég á eftir að vera eins og fluga á vegg hér á síðunni þinni.
Þetta var alltaf draumur minn að fara út sem skiptinemi og nú læt ég það rætast í gegnum þig ;)
Ég bíð spennt eftir hverri færslu og lifi mig inni þetta mikla ævintýri.
Kveðja Edda (gamla vinkona mömmu)
Post a Comment