Monday, 17 December 2007

Pedro Juan, camping og Paragvaeísk fegurd út í eitt!

Sael!

Thá er ég komin heim aftur til Hernandarias eftir ferd nordur til Pedro Juan Caballero. Verd bara ad segja ad thetta er langbesta ferd sem ég hef farid í hingad til! Med ordum ordum; Thetta var geeeeeggjud ferd!!! xD

Ferdasagan...
Á mánudagsmorgninum vaknadi ég snemma til ad ná taka rútu klukkan 10 frá CDE til PJC (Pedro Juan Caballero). Ég og Ryan thurftum thó ad koma vid á skrifstofu Zoilu. Hún er local representer eda eitthvad thannig. Hún hafdi loksins samband vid okkur thegar hún frétti ad vid hefdum gert eitthvad af okkur, eda réttarasagt hún bodadi okkur allt í einu (mig og Ryan) ad koma á skrifstofuna hennar um daginn og thá hraeddi hún okkur med thví ad telja upp allt thad sem vid hofdum gert af okkur og húdskamma okkur fyrir thad... áts... en núna thurfum vid ad hafa samband vid hana í hvert skiptid thegar vid viljum ferdast eda bara hvad sem er og fylla út einhverja pappíra, thad eru víst ekkert bara 5 (helvítis) AFS reglur heldur eru thaer naer 1000 og ekkert verid ad láta mann vita af theim, madur bara fréttir af theim eftir thví sem madur brýtur fleiri! Díses!. Allaveganna... thá thurftum vid ad fara snemma frá Hernandarias til ad ná thessu ollu. Gegg ágaetlega thangad til ad vid komum á skrifstofuna og komumst ad thví ad Ryan hafdi gleymt ad láta mommu sína skrifa undir pappírana sína!! Thad var hringt í Zoilu til ad sjá hvort ad thad myndi ekki sleppa í thetta skiptid (hún er audvitad allt of lot til ef nenna ad hanga á skrifstofunni sinni á venjulegum vinnutíma eda bara yfirhofud) en hún sagdi thvert nei, tók thad ekki í mál! Alltaf jafn yngisleg... Thá hringdi Ryan í mommu sína og bad hana um ad redda sér thar sem vid hofdum alls ekki tíma til ad fara aftur til Hernandarias og til baka fyrir 10. Hún reddadi okkur, kom brunandi til CDE, skrifadi undir pappírana (thá var klukkan korter í 10) og svo var sett í botn og komid okkur á rútustodina (bródir hans var ad keyra, ekki mamman sko, heheh). Vid nádum 4 mínútum ádur en rútan fór! Málid er nefninlega ad rúturnar fara af stad á réttum tíma, sem er eitt af orfáum atridum sem gerast á réttum tíma! Annad sem, thví midur, byrjar alltaf á réttum tíma er skóli og vinna. Málid er nefninlega ad paragvaejar eru latasta fólk í heimi, allt gerist á sínum hrada. Kallast “hora paraguaya” sem thýdir Paragvaeískur tími!! Allt byrjar ca. klst. seinna. Tónleikar klukkan 8, thú ferd kannski ad hafa thig til um áttaleitid (fer samt eftir thví hvad thú tharft langan tíma) og ferd svo ad drífa thig af stad um 9-leitid. xD

Kraftaverk ad vid nádum rútunni. Ég verd samt ad segja ad allt thad sem fer úrskeidis á ferdalogum (allaf er thad eitthvad thegar ég ferdast!) er thad sem gerir thaer bara ennthá skemmtilegri og meira til ad segja frá! Santa Rita krakkarnir (Nick (USA), María (Finnland) og Janneke (Thýskaland)) tóku somu rútu og vid thar sem thad var bara ein rúta svo ad vid vorum 5 saman sem hjálpadi mikid thar sem thetta er 9 klukkustunda rútuferd!! Vid vorum samt heppin med vedur thar sem thad var ekki súper heitt, thad er nefninlega hraedinlegt ad sitja í rútu án loftkaelingar (bara naeturrútan er med loftkaelingu og thad er víst einhver AFS regla sem segir ad vid megum ekki ferdast á nóttunni!!) thegar thad er heitt!

Brittaney (USA) tók á móti okkur í Pedro Juan og vid fórum heim til hennar. Eins og er býr hún hjá local rep.-inum í PJ. Annars vill AFS senda hana heim til USA út af heimsku samtakana sjálfra! Ótrúlegt hvad thetta getur verid fáránlegt. Thau beinlínis ljúga!! Hún kom í heimsókn til mín um daginn og ég og Ryan fylgdum henni ad rútustodinni til ad skella henni upp í rútu heim til sín. Vid misstum af rútunni en madurinn sagdi okkur ad hún gaeti bara tekid rútuna til annars baejar rétt hjá PJ og tekid rútu thadan til PJ sem eru med stuttu millibili. Hún gerdi thad en thegar hún kom til thessar baejar var naestu rúta klukkan hálf tólf og hún mátti víst ekki ferdast á nóttunni svo hún thurfti ad gista hjá einhverjum sem fósturmamma hennar thekkti yfir nóttina og taka rútuna morguninn eftir. AFS bjó til theirra úrgáfu af sogunni, sagdi ad henni thaetti gaman ad hanga á haettulegum stodum (thessi baer er víst “haettulegi stadurinn”, bara einhver venjulegur lítill baer) og seinna sogdu thau ad hún hafi verid drukkin thegar hún hafdi tekid rútuna til thessars baejar sem hún var svo sannarlega ekki!!! Thad er bara ekki í lagi med thetta!! Annars aetlar hún ad segja skilid vid AFS og fara til braselíu í mánud og vera hjá stelpu sem hún thekkir thar (fjolskyldan hennar í USA hefur tekid 13 skiptinema svo hún á AFS-systkini út um allan heim) og svo aetlar hún til Chile í 4 mánudi til ad vinna, annar skiptinemi sem hún thekkir aetlar ad redda henni thví. Smá út úr dúr.

Um kvoldid eldudum vid mat frá Ghana med leidsogn Brittaney og hlustudum á tónlist frá Ghana. Hún nefninlega fór ádur út sem skiptinemi til Ghana sem er í Afríku! Thetta var svakalega gódur matur, velkryddadur kjúklingaréttur med hrísgrjónum. Rétturinn var samt soldid eins og súpa med kjúklingi og hrísgrjónin voru hnodud í kúlur á staerd vid hnefa og voru í sér skál. Og thetta bordudum vid ad sjálfsogdu med hondunum (eda allaveganna flest okkar, sumir héldu sig vid skeidarnar) eins og tídkast thar! Til ad borda súpuna dýfir madur einfaldlega hrísgrjónunum út í og bordar hana thannig med hondunum. Reyndar vorum vid oll med sér skálar en thad tídkast í Ghana ad hafa allt í einni stórri skál og allir borda saman upp úr henni (reglan er vaentanlega, haegri til ad borda og vinstri á klósettinu). Thetta var allt saman alveg frábaert og ótrúlega gott! Sídan tjoldudum vid í gardinum hjá Brittaney um nóttina.

Morguninn eftir voknudum vid snemma til ad kíkja í einhverskonar moll í PJ sem var akkúrat á landamaerum Paraguay og Braselíu, fengum okkur ad borda thar á Burger King um hádegid. Sídan fórum vid í smá ferd sem nokkrir sjálfbodalidar frá PJ skipulogdu fyrir okkur! :) Vid tókum straetó út í sveitina, keyrdum í klukkutíma í held ég sudur. Vid hofdum eitt lítid hús út af fyrir okkur thar, thetta var einskonar stór kofi eins og flestir sveitabaeir eru hérna í Paraguay med gaggandi haenum í kring og annar baer (eda meira eins og bara annad hús) vid hlidina á. Svo var líka sundlaug! Thegar vid komum var ekkert vatn í henni, hún fylltist loturhaegt, fyrst var varla neitt vatn en thad kom smátt og smátt, á fimmtudeginum var hún ordin alveg full! Vid hofdum smá eldhús í húsinu og bord, eitt klósett sem var ekki haegt ad laesa, ekki einu sinni loka almennilega, og svo tjoldudum vid á pallinum. Vid hofdum farid og keypt eitthvad til ad elda tharna og braud og eitthvad til ad borda, sídan fórum vid bara í mangóleit og sofnudum saman mangóum til ad borda thegar okkur langadi! Núna er nefninlega mangó tímabilid ad byrja! Nammi nammi namm!!!! Svo fór rafmagnid alltaf af odru hverju. Ótrúlega skemmtilegar adstaedur, hahaha, mér fannst thad aedi!! :D Svo var thad náttúran...oh my god.... náttúrufegurdin í sudur-ameríku er ólýsanlega falleg!! Get bara varla lýst thví og vid vorum stadsett í midri náttúrufegurdinni!

Á fyrsta deginum slokudum vid á og toludum saman. Vid vorum svona 15 manns tharna. Nokkrir krakkar frá PJ komu med okkur; Wouter (Belgía), Gvoedny (Faereyjar), Claire (USA), Kerstin (Thýskaland), nokkrir sjálfbodalidar og svo kom Robin (Thýskaland) líka sem býr nálaegt Asuncion. Britt (Brittaney) og Janneke skelltu sér um leid út í sundlaugina og nádu ad blotna thó svo ad thad vantadi vatnid! Sídan seinna um daginn skelltum vid okkur oll thegar thad var komid pínu meira vatn, svona rúmlega okladjúpt, hehehe. Já, svo tókst okkur ad skemmta okkur um kvoldid og ad lokum tródum vid okkur ollum inn í litlu tjoldin (4 í hverju) og fórum ad sofa.

Daginn eftir, á midvikudeginum, fórum vid sídan og létum okkur síga nidur klett!! Allt í kring um okkur voru ótrúlega fallegir klettar, eda eins og lítil fjoll. Vid klifrudum upp á eitt theirra og létum okkur sídan síga nidur eitt í einu med hjálp manna med reynslu í thessu. Vid fengum oll ad láta okkur síga tvisvar. Ég var súper lofthraedd svo ég var skíthraedd í fyrra skiptid en í annad skiptid var thetta ekkert mál, ekki vitund lofthraedd og bara útrúlega gaman!! Sídan hoppudum vid oll út í sundlaugina (ad sjálfsogdu) og í thetta skiptid var komid svona mittisdjúpt vatn og loksins gátum vid synt eitthvad ad viti! Um kvoldid voru allir rosalega threyttir og margir fóru snemma ad sofa. Ég hafdi thó lagt mig smá svo ég var ekkert svo threytt og ég sat og spiladi á spil med theim sem voru ennthá vakandi. Thegar thad var nánast midnaetti stakk einhver upp á thví ad fara ad synda í sundlauginni nakin. “Ertu ekki ad grínast?!” hugsadi ég. Ég hélt nú sko ekki ad ég myndi nokkurn tíman gera nokkud slíkt! Ég samt labbadi med theim ad sundlauginni thar sem thad var enginn eftir á hinum stadnum. Ekkert kallad spéhraedsla virtist vera til og allir, hvort sem litlir, stórir, feitir eda grannir, afklaeddust og skelltu sér út í. Bara ég og einn sjálfbodalidi, sem var thessi sjúklega feita stelpa, voru eftir á bakkanum. Thá ákvad hún ad skella sér út í. Thegar ég horfdi á eftir thessari hrikalegu feitu stelpu afklaedast og skella sér út í ákvad ég ad gera slíkt hid sama. Verd bara ad segja eitt thad skrítnasta sem ég hef gert um aevina! Hahaha. Thad var samt í rauninni ekkert ad thessu thar sem ég var bara med vinum og einhversstadar úti í rassgati thar sem ekkert er og enginn sér neitt! :P híhíhíhí!

Á fimmtudeginum fóru Britt og Ryan til PJ til ad kaupa thad sem vantadi (reykingafólkid vantadi sígarettur og svo vantadi klósettpappír svo thetta var afar naudsynlegt, hehehe) og ná í sykurpúdana og allt nammid sem vid hofdum verid svo vitlaus ad gleyma! Sykurpúdar er eitthvad sem er afar erfitt ad finna hérna í Paraguay. Hetjurnar sneru svo aftur med sykurpúdana og fleiri gersemar. Um kvoldid (sídasta kvoldid) kveiktum vid vardeld og grilludum sykurpúda. Vid grilludum sykurpúda og bluggum til samlokur úr kexi med sykurpúda og súkkuladi á milli, eitthvad sem Bandaríkjakrakkarnir komu upp med og allir misstu sig yfir thessu, ótrúúúlega gott!! Med okkur var hópur af paragvaejum sem voru allir vinir eins sjálfbodalidans svo vid vorum fleiri en venjulega.

Ó! Eitt sem ég er ad gleyma!! Stjornuhimininn í Paraguay!!!!! Ó mae...!! Ég hef aldrei í lífi mínu séd eins fallegan himininn!! Vid hérna á Íslandi getum adeins séd pínku brotabrot af theim stjornum sem vid getum séd í Paraguay! Thegar vid fórum einhvert thar sem var ekkert ljós gátum vid séd milljónir milljarda stjarna á himninum, stjornumerkin og allt heila daemid gátum vid séd (nema ég man ekki hvad var hvad) og stjornuhrop á nokkurra mínútna fresti!! Ég, Bitt og Robin létum okkur hverfa um kvoldid og fórum ad veginum og logdumst nidur vid hlid hans. Vid lágum thar í svaka langan tíma bara starandi upp í stjornuhimininn og tala saman. Á endanum fórum vid til baka ad vardeldinum. Thar var thessi svakalega saeti paragvaeíski strákur med kúrekahattinn... Ég sagdi eitthvad vid Nick og hann var ekki lengi ad fá hann til ad koma naer, hahaha. Smá kelerí vid vardeldinn og sídan ákvádum vid ad fara ad búa okkur undir ad fara ad sofa. Thá datt einhverjum í hug ad fara bara ad sofa úti undir stjornuhimninum! Eftir ad hafa spurt hvort ad haetta vaeri á snákum eda einhverju slíka og fengid svar ad thad vaeri afar ólíklegt fór ég, Nick, Britt og Robin med kodda og ábreidur ad sundlauginni og bjuggum um okkur í grasinu stutt frá sundlauginni. Thar lágumst vid nidur og stordum upp í himininn, thad er bara ekki haegt ad fá leid á thví! Nick sofnadi fljótlega en hins vegar hinum megin vid hann voru Britt og Robin afar upptekin í fadmlogum (úlallaaaa!). Sídan kom audvitad saeti kúrekastrákurinn. Thad er fátt rómantístkara en ad liggja undir stjornubjortum, paragvaeískum himni med saetasta stráknum á svaedinu, er thad? ;) Ad lokum kalladi félagi hans thó á hann og hann thurfti ad fara. Thá reyndi ég ad sofna en thad tókst ekki, stjornurnar allt of fallegar. Thá kom dogun (stuttu seinna), stjornurnar hurfu smátt og smátt, thad birti til, fuglarnir byrjudu ad syngja, haenurnar voknudu og byrjudu ad gagga, flugurnar komust á kreik og sátust med sudi á andlitid mitt svo thad var ómogulegt fyrir mig ad sofna. Thá flúdi ég inn í eitt af tjoldunum og steinsofnadi. Fékk thó ekki ad sofa lengi. Thremur tímum seinna var ég vakin (um níuleitid) og mér sagt ad vid vaerum ad fara af stad svo thad var ekki um margt ad velja. Ég klaeddi mig og fór ad týna saman allt dótid mitt, hér og thar voru fot hengd til therris eftir allar sundferdirnar og sídan fórum vid ad veginum til ad bída eftir naesta straetó/rútu. Thetta er semsagt fostudagurinn. Vid komum heim til Britt og vorum oll svakalega threytt og thurftum á svefni ad halda. Mamma hennar tók thad thó ekki í mál vegna sérvisku sinni (veit ekki alveg hvad málid er en allir “local representar” eru eins og pínu klikk... Sú í Santa Rita er ólétt um 9 mánudi og er ad gera krakkana thar brjálada, hótandi ad senda thau heim út af engu, ruddist inn á heimili til ad leita ad eiturlyfjum í fyrstu viku eins stráksins ad ástaedulausu og semur sínar eigin reglur... samt er núna verid ad reka hana loksins). Allaveganna, mamma hennar vildi endilega ad vid faerum á rútustodina í hinum enda baejarins til ad kaupa farmidana heim morguninn eftir sem var thad ónaudsynlegasta í heimi thar sem rútan er aldrei full og er alltaf ad stoppa til ad taka upp fólk og hleypa fólki út alla leidina. Svo thau fóru fjogur á rútustodina sem tók nokkra klukkutíma út af lélegu straetókerfi og fóru líka í búd til ad kaupa mat til ad búa til samlokur fyrir okkur oll. Eftir thad fengum vid ad leggja okkur smá eftir ad hafa talad hana til. Ég lagdi mig í hálftíma en fór sídan í sturtu fyrir kvoldid. Reyndar vard María veik eftir ferdina svo vid fórum med hana á spítalann. Thau vildu halda henni thar yfir nóttina svo hún vard eftir á spítalanum. Sídan fórum vid heim til Gvoednyjar frá Faereyjum til ad drekka terere og reykja vatnspípu. Vatnspípur er víst eitthvad sem er ad koma í tísku út um allan heim og er upprunalega frá arabíu. Thetta er adallega reykt thegar hópur fólks kemur saman, ekki eins og venjulegar sígarettur og á víst ekki ad vera ávanabindandi, er samt smátóbak í thessu. Er víst komid til Thýskalands veit ég og kemst orugglega til Íslands ádur en lídur á longu. Thetta er reyndar í thridja skiptid sem ég prufa thetta hérna í Paraguay. Ég var virkilega hrifin af húsinu hennar Gvoednyjar samt, hún býr í frekar fátaeklegu hverfi og húsid hennar er rosalega “paragvaeískt”(fátaeklegt) en samt nokkud stórt og svakalega heimilislegt.

Thá ákvádum vid ad fara ad fá okkur eitthvad ad borda thar sem vid hofdum bara bordad smá samlokur um midjan daginn thann daginn. Ég, Britt, Robin, Nick og Wouter gengum thá til Braselíu (hahaha, fyndid ad segja thetta svona). Vid gengum í svona hálftíma (thá var komid midnaetti svo ég veit ekki alveg hversu rádlegt thad var thar sem paraguay er alls ekki haettulaust) og thá fundum vid Braselíu. Vid gengum yfir gotuna og fundum fyrir svakalegri breytingu! Allt í einu var allt miklu flottara og betra og á portúgolsku og dýrara. Vid fundum pizzastad og pontudum okkur pizzu. Rosalega gód pizza. Eftir thad gengum vid um gotur braselíu og tjekkudum á naeturlífinu. Okkur hafdi verid bodid á diskótek, var víst eitthvad spes partí thar thetta kvoldid, en vid vissum ekki almennilega hvar thad var. Vid spurdumst til um thad og fundum thad á endanum. Thetta var glaesilegt diskótek og virtist svaka flott partí. Vid borgudum okkur inn og gengum inn. Thá blasti vid okkur nánast tómt diskótek!! Thad var varla nokkur hraeda tharna! Vid hofdum thó húmor fyrir thessu og hlógum okkur mátlaus yfir thessu! xD!!! Thetta var klukkan 2 um nóttina. Held samt ad thetta hafi verid út af thví ad thad voru tónleikar í gangi med svakaflottri hljómsveit thetta sama kvold. Vid aetludum thangad en nenntum sídan ekki thví vid vorum svo threytt og svong. Thetta var samt diskótek med alvoru flottri teknótónlist! Ég hafdi ekki gert mér grein fyrir thví hversu mikils ég saknadi partís med alvorutónslist til ad dansa vid, né ad ég fíladi yfirhofud teknó! Hahaha! Málid er nefninlega ad hérna er bara reggeaton-tónlist og ég bara kann ekki ad dansa vid thad!! Ég allaveganna komst í gódan fílíng á thessu yfirgefna diskóteki og vid hofdum dansgólfid nánast út af fyrir okkur og létum eins og algjorir vitleysingar! xD

Ad lokum fengum vid thó nóg og ákvádum ad koma okkur heim, ordin súperthreytt. Vid gengum um gotur braselíu í leit ad leigubíl, fundum einn, alltof dýr svo vid ákvádum ad skella okkur yfir til paraguay aftur til ad finna ódýrari leigubíl. Vid gengum yfir gotuna aftur, yfir til paraguay thar sem allt var í miklu meiri nidurnýdslu og fundum bíl sem virtist vera leigubíll. Vid tjékkudum ef thetta vaeri taxi en thá var thetta loggubíll. Loggan spurdi okkur hvert vid vildum fara eins og thetta vaeri hver annar leigubíll! Vid sogdum honum thad og spurdum hversu mikid hann taeki fyrir ad keyra okkur thangad. Hann sagdi okkur tolu sem var mjog ódýrt svo vid hoppudum upp í bílinn. Thetta var allt ansifyndid. Loggugreyid var bara ad vinna sér fyrir smá aukapening á vaktinni sinni sem hann faer eflaust mjog litid fyrir! :D

Vid komumst á leidarenda og vid vorum ekki lengi ad koma okkur fyrir í tjaldi, thá vorum vid fjogur, Wouter hafdi farid heim til sín fyrr um nóttina. Ég hafdi ekki einu sinni fyrir thví ad skella mér í náttfotin. Aftur fékk ég ad sofa í thrjá tíma. Var vakin af mommu Britt thegar hún var voda áhyggjufull út af rútunni, vildi vera viss um ad losna vid okkur! Vid komum okkur á faetur, tókum saman dótid og ég, Nick og Britt skelltum okkur út í búd til ad kaupa eitthvad ad borda fyrir rútuferdina sem vid áttum fyrir hondum. Klukkan tíu fórum vid sídan upp á veg til ad bída eftir rútunni. Ég, Ryan, Nick og Janneke tókum saman rútuna til CDE en Robin og María aetludu med rútu til Asuncion klukkan tólf. Rútuferdin lengdist upp í 10 klst. Thad er ótrúlegt thó ad ég svaf vodalega lítid í rútunni, skil ekki hvernig ég gat haldid mér vakandi allan thennan tíma! Thá komum vid til CDE, greyjid Nick og Janneke thurftu ad bída thangad til hálf tólf eftir rútunni til Santa Rita. Vid Ryan fórum med straetó heim til Hernandarias. Gott ad komast heim en ég verd samt ad vidurkenna ad ég var í svakalegu studi ad ferdast eitthvad meira, kannski í svona viku í vidbót! xD Fleiri ferdar af staerrigerdinni verda thó ad bída thangad til eftir áramót. Ótrúlegt samt ad jólin séu ad koma!!! Fyrir mér er október núna... án gríns thetta er ekki alveg ad gera sig. Thad verdur thó vonandi smá jólalegt á adfangadag! :)


Jaeja, thetta var heldur langt blogg. Ef einhver kemst í gegnum thad allt thá verd ég rosalega glod!! :):)
Í allri ferdinni til Pedro Juan tók ég 400 myndir!! Án gríns! Skil ekki hvernig ég fór ad thví en einhvernveginn tókst thad. Ég var ad tékka á thví, í Paraguay er ég búin ad taka 2200 myndir!! Og bara á fjórum og hálfum mánudi! Ég er samt ad reyna ad graeja myndasídu thví ad thad er svo mikid vesen ad setja inn myndir hérna svo ad vaentanlega mun ég geta sýnt ykkur myndir fljótlega! :)

Kaerar Paragvaeískar kvedjur,
Hildur Inga

19 comments:

Anonymous said...

Halló ég rambaði á síðuna þína því að ég er krípí paragvæfara stalker því að ég er að fara þangað sjálf núna 15. febrúar. Það vill svo til að ég mun búa í sama bæ og þú, Hernandarias. Ég var bara að pæla hvort að ég mætti adda þér á msn eða eitthvað bara til að forvitnast um bæinn og lífið í paraguay og þannig :o) msnið mitt er lenin2508@hotmail.com (ekki spurja ég var 10 þegar ég gerði það og lenin er hundur...) og mér þætti voða gott ef þú myndir adda mér, en þú þarft það alls ekki ef þú vilt það ekki :o)

Sjáumst kannksi í Paraguay ;o)

Anonymous said...

Okey ég fann mailið þitt á síðunni þinni og addaði þér á msn :oP Vonandi er þér sama :o)

Anonymous said...

Hey VÓ! Bíddu bíddu ert thú ekki Sunna sem áttir heima í Hernandarias?! Thad er bara ekkert smá sem ég hef fengid ad heyra af hinum skrítna íslendingnum...! xD
Tharf ad fá ad heyra adeins í thér! Annars ertu ad koma aftur í febrúar?! En gaman!!! :D

Anonymous said...

nei ég hef sko aldrei farið til paraguay áður og er að fara ávegum AFS...en fyndið samt að það hafi búið sunna frá íslandi í þessum bæ!

Anonymous said...

Ertu ekki ad GRÍNAST?!!!!
Eg er virkilega i sjokki herna!! Dises!! Er i bae nuna sem heitir Santa Rita med 3 odrum skiptinemum og vid erum oll alveg jafn svakalega hissa!!
Hernandarias er ekki thad stor baer og bara 5 skiptinemar hafa buid herna. Sunna fra Islandi var fyrst, svo kom Mary fra Thyskalandi arid eftir og thetta arid eg og Ryan fra USA en hann er samt bara herna i 6 manudi og fer 7. januar... En VA!!! Thetta er bara algjor snilld!!! Verdur geeeggjad gaman!! xD
Thu ert komin med fjolskyldu og allt thad? Hvad heita thau? Thar muntu bua?!

Anonymous said...

Pabbinn heitir Carlos Diosnel Esteche Cháves og mamman Mercedes Alvarez de Esteche. Þau eiga þrjár dætur: Patricia '97. Ilse '92, Elva '89 og einn son Jorge '87.
Heimilisfangið þeirra er:
Honduras 316
Hernandarias
Paraguay

Þetta er það sem ég fékk sent í maili frá AFS ég veit ekkert meira :o)

Anonymous said...

hæhæ, gaman að heyra frá þessum ferðalögum þínum, bara ekkert smá convesation hérna! gaman aðþú skullir vera að fá fellow íslending með þér þarna! :D
endilega haltu áfram að blogga!

kær íslendingakveðja,
Sævar (bróðir hennar:))

Anonymous said...

hey hildur.... við settum námsstyrk inná hjá þér, Sverrir og Maria. 5000 kr, njóttu vel og góða skemmtun í paraguay

Einar said...

Hae HI mín,
Eg komst í gegn um ferdasöguna! :) Gaman að fá svona langt blogg! Þetta hefur verið heilmikið ævintýri og ógleymanlegt. Þú þarft bara að muna að fara varlega, ekki verða of kærulaus með tímanum.
Ég var að koma frá Flórída úr sólinni keyrandi á blægjubíl og mjög skrítið að koma til íslands aftur og sitja klukkan tólf á hádegi í hálfgerðu rökkri. En ég verð kominn til indlands eftir innan við þrjár vikur!
Sendi hlýja kveðju úr kuldanum heima! :)
Pabbi

Anonymous said...

Sunna: Heyrdu ég aetla ad spurja thegar ég kem heim hvort fjolskyldan min thekkir fjolskylduna thina, kannast ekki vid hana en gaeti verid ad thau geri thad og eins hvada hverfi thú býrd í, kannast ekki vid honduras en gaeti verid í area 6 thar sem thetta er nafn á landi (í area 6 sem er hverfi eru goturna látnar heita eftir odrum londum sudur-ameríku)... vona ad thú sért nálaegt midbaenum eins og ég thví thad vaeri omurlegt fyrir thig ad vera bara einhversstadar í úthverfi thar sem er ekki neitt... (area 6 er nálaegt midbaenum eins og barrio san lorenzo sem er hverfid mitt). Annars hljómar fjolskyldan thín vel, fullt af systkinum á gódum aldri, ég á bara lítil systkini... annars hvad ertu gomul?

María og Sverrir: Vá! Takk kaerlega fyrir!!! :):) Ekkert smá gaman!! :D

Pabbi: Ég var búin ad gleyma hversu dimmt thad er á íslandi í desember! Hérna er thetta akkúrat ofugt... steikjandi sól og thad er alls ekkert eins og jól!!:(:( Fór á pósthúsid í gaer med odrum skiptinemum sem voru ad ná í jólapakkana sína, ekki ennthá kominn pakkinn frá íslandinu! Vona ad thetta komi samt fljótlega!! :):) Annars thá passa ég mig almennt vodalega vel, ég geri mér vel grein fyrir thví hvad thad getur verid haettulegt hérna. Passa ad sýna ekki verdmaeti, vera alltaf thar sem er fullt af fólki og fara ekkert ein thegar thad er dimmt. Alls konar svona hlutir sem madur tharf ad passa.
Thú verdur ad láta mig vita hvenaer thú ferd til Indlands og allt thad, mig langar ad heyra í thér ádur en thú ferd!! :)

Saevar minn: Engin haetta á ad ég haldi áfram ad blogga thegar einhver les og ég fae ennthá komment! :D hehehe :)

Anonymous said...

Ég er fædd 89 þannig að ég er voða fegin að eiga systkini á mínum aldri ég held að það geri það auðveldara. Já mér finnst mjög skondið að hverfið mitt heiti honduras því að ég var líka að pæla hvort að ég ætti að fara þangað sem skiptinemi :oP Já ég vona að ég verði líka nálægt miðbænum...ég held að það verði erfitt að koma þarna út og róa sig niður því að á íslandi er maður alltaf að gera eitthvað og ég er einstaklega duglega í því að vara aldrei heima hjá mér og alltaf út um allt...kannski læri ég að slaka á þarna úti ;oP

Anonymous said...

Hæ elskan mín,
Frábært að heyra hvað þetta var skemmtileg og velheppnuð ferð. Og mjög sérstakt þetta með Sunnu, verður án efa mjög gaman fyrir ykkur báðar. Ákvað að bíða aðeins með að kommenta enda hefur þeim fjölgað mikið og flott hvað þú ert dugleg að blogga. Vona að pakkinn fari að skila sér. Það er blátt þema hér heima í skreytingum þessi jólin :) Jólaljósin lýsa svo fallega upp svo minna er tekið eftir stuttum dögum, en stysti dagur ársins var einmitt í gær, en nú verður hver dagur lengri en sá fyrri.
Hafðu það sem allra best og hlakka til að heyra í þér um jólin.
Ástar- og saknaðarkveðjur,
Mamma

Anonymous said...

Aejj aejj... heila kommentid mitt var thurkad út vegna lélegrar tengingar vid internetid...

Sunna: Thú munt svo sannarlega laera ad slaka á! Paragvaejar eru latasta fólk í heiminum og sitja allan daginn fyrir framan húsin sín drekkandi terere (tjódarstolt paraguays, kalt te sem er algjort aedi!). Ádur en sumarfríid byrjadi sat ég alltaf hálfan daginn fyrir framan hús vinkonu minnar og vid sátum bara og drukkum terere xD. Núna er hún reyndar byrjud ad vinna svo ég hef afar lítid ad gera :(. Er samt allt í lagi í bili thar sem ég er vodalega lítid heima, reyni ad ferdast eins mikid og ég get! :D
En fyndid ad thú aetladir akkúrat til Honduras! Ég aetladi til Venezuela en fékk nei út af thví ad ég er of gomul ('89 líka!!) en svo er gata hérna sem heitir Venezuela sem vinkona býr á svo ég skrepp stundum til Venezuela ;).

Mamma: Blátt thema í jólaskreytingum... nú fae ég heimthrá!! :(:( Nei, ég segi svona.. verd samt ad vidurkenna ad mig langar mikid til ad skreppa heim um jólin! Fyrir mér eru ekkert ad koma jól! Thad er sumar hérna, thad passar bara ekki... Ég er samt undir thad búin ad verda fyrir vonbrigdum svo ég lifi...
Annars hvad vardar ad heyra í ykkur á morgun á jólunum.. Ég er ad fara í fyrramálid lengst upp í sveit á sveitabae fjolskyldunnar thar sem er ekkert venjulegt símasamband. Pabbinn nefndi samt eitthvad sídast ad thad vaeri haegt ad tengja símkortid mitt vid eitthvad til ad ná símasambandi. Vid sjáum thó til hvad vid gerum. Er ad hugsa hvort ég gaeti ekki hringt og skellt á og thid sídan hringt í mig? Eda einhvernvegin thannig. Eda thad gaeti verid betra ad bída fram á 25. Vaeri samt frekar til í ad heyra í ykkur thann 24. ef thad gefst rétti tíminn í thad (ég meina ef thad er ekki verid ad trufla eitthvad á odrum hvorum stadnum...) Sakna ykkar vodalega mikid!!

Hildur Inga

Unknown said...

Hæ elskan,
Hlaut eitthvað að vera, náðum ekki sambandi við gsm-símann þinn. Eflaust líka mikið álag á símanum í kvöld. Reynum að hringja aftur á morgun, áður en við förum í jólaboðið seinnipartinn. Söknum þín líka mjög mikið, en til að slá á söknuðinn reynum við að hugsa til þess að þú sért að upplifa mikið ævintýri sem mun gera þig að heimsborgara. Því er um að gera að reyna að njóta þess eins og þú getur að upplifa jólin hinum megin á hnettinum.
Eigðu gleðileg og yndisleg jól elsku hjartað mitt :) Vonandi náum við að eiga gott símaspjall á morgun.
Pabbi þinn og bræður biðja mikið vel að heilsa þér.
Knús og kossar,
Mamma

Anonymous said...

Gleðileg Jól :o)

Anonymous said...

Hæ elsku frænka!
Thad er mjog gaman ad lesa thad sem thu skrifar. Thu ert alveg rosalega dugleg ad skrifa um tha sem thu upplifir. Herna i Noregi er snjor nuna en thad var thad ekki a adfangadag. Vonandi ad thu sert buin ad fa pakkan fra okkur. Eg sendi hann i november. Hafdu thad sem allra best. Jolakvedja fra Lou, Alexander og Kristofer

Anonymous said...

Hæ hó vonandi áttiru góð jól! Ég var að velta fyrir mér fyrir hverju þú bólusettir þig þegar þú fórst út...

Anonymous said...

Hæhæ gaman að skoða hja þér ég sá slóðina ´einhverju korti hjá afa mínum:) Mér finnst svo gaman að skoða hjá ættingjum minum:)
Ég er dóttir Ásdísar dóttir magga:)

Anonymous said...

Gledileg jõl allir! :D

Sunna: Hmm.. ~eg for og fekk tvaer sprautur fyrst, taugaveiki og lifrabolgu a og b i einni sprautu. Sidan thurfti eg ad fara manudi seinna til ad fa lifrabolgu a og b aftur. Eg var ekki nogu timanlega fyrir tha thridju sem a ad vera 6 manudum sidar en eg aetla ad fa mer hana um leid og eg kem heim aftur. Eg thurfti ekki fleiri thar sem eg var enntha med einhverjar sprautur sem eg fekk i 9. bekk sem voru enntha virkar :D
Annars voru jolin... afar.. forvitnileg, hahaha xD Ekkert eins og jõl!! Thad var setid, drukkid bjor... sprengt flugelda... klukkan 12 fodmudust allir og kysstust og budu gledileg jol... svo var drukkid meiri bjor!! thad a ekki ad drekka bjor a jolunum!! :( passar bara ekki, hahaha, en svona er vist paraguay!! thetta voru semsagt jolin i storum drattum xD

Loa: Vã hvad eg vaeri til i snjo herna lika!! :D hehehe annars er eg enntha ad bida eftir jolapokkunum, fra ther og fra mommu og pabba! :) Thad er vodalega edlilegt ad thetta taki langan tima, oftast er thetta rumur manudur, en eg vona ad thad fari ad skila ser! :):) konan a posthusinu sagdi ad international pakkarnir kaemu a fostudogum svo eg beint a posthusid a fostudogum, heheh :) aetla ad tekka a morgun!! :) Rosalega gaman ad heyra i ther!!

Mamma: Ofsalega gaman ad heyra ~i ther eins og alltaf! Thad tokst loksins a odrum i jolum, hehehe :D

Fanney: Nei hae!! Gaman ad sjã hvad fõlk les bloggin hja mer! vodalega glod! :)

Kaerar kvedjur fra paraguay!
Hildur Inga