Friday, 1 February 2008

Tími á rólegheit :)

Hae hae!!

Thessa dagana er ég ein heima. Fjolskyldan fór til Asuncion, ferd ut af vinnunni en krakkarnir vildu koma med svo ad their foru lika. Mér tókst ad sannfaera thau um ad thad vaeri ekkert mál og ég vaeri alls ekkert hraedd vid ad vera ein heima. Svo ad thad er bara ég og thjónustustelpan sem erum heima. Mér finnst thad fínt eins og er ad geta bara verid heima, slappad af og haft sjónvarpid út af fyrir mig. Venjulega eru krakkarnir límdir 24/7 fyrir framan sjónvarpid og their horfa á thaetti sem mér finnst ekkert varid í svo ad almennt horfi ég ekkert á sjónvarpid. Sídustu vikur hafa verid soldid span, einhver i heimsókn hjá mér eda ég í heimsókn einhversstadar eda ég er allan daginn í Ciudad del Este. Í sídustu viku fór fjolskyldan til Encarnacion thar sem mamman var í fríi og svona og ég var ein heima thá líka (thetta er núna í annad skiptid sem ég er ein heima). Thad var bara ákvedid ad thad vaeri betra ad ég kaemi ekki med og ég var fegin. Thau vita ad mér myndi bara leidast med theim tharna, krakkarnir allan daginn ad leika sér í sundlaug hótelsins og thau bara sitjandi tharna og ég var líka ad plana ad fara til Encarnacion sjálf. En ég fékk samt ad bjóda einhverjum ad koma og gista med mér svo ég yrdi ekki alveg ein, hehehe. Ég baud Nick og Mariu ad koma yfir og thau komu og gistu hjá mér 2 naetur (Nick í tvaer en Maria eina). Ekkert smá gaman! Vid gerdum alla asnalegu hlutina sem okkur datt í hug í CDE. Thá vikuna fór ég til CDE hvern einasta dag :S, mánudaginn til ad hitta Adrian og vid fórum sídan í heimsókn til Lauru, var ekki búin ad sjá thau í 3 mánudi! Á thridjudeginum til ad heimsaekja Johonnu og drekka terere, hehehe, ekki búin ad sjá hana í heila eilífd heldur og svo á midvikudeginum komu nick og maria. Thann daginn fór ég og hitti thau í CDE og vid roltum um thar en kíktum reyndar í heimsókn til Johonnu aftur. Uppáhaldsstadurinn minn í CDE er Asíuhverfid í midbaenum! Ég bara eeeelska thetta hverfi! Thetta er hverfi fullt af skrítnum asískum veitingastodum og búdum og daemi sem adallega asíufólkid notar. Thegar vid vorum ad reyna ad velja á milli tveggja asískra veitingastada (hver theirra vaeri skrítnari, allt er skrifad á kínversku/taiwanísku/kóreisku) kom kona til okkar út úr odrum veitingastadnum og ávarpadi okkur á ensku. Svakalega brá okkur, hahaha, thar sem enginn talar ensku hérna en thetta var kona frá Californiu í USA sem bjó í Foz í Braselíu en var í heimsókn í CDE med braselísku vinkonum sínum. Vid fórum thá bara inn á sama veitingastad og hún thar sem hún maelti mikid med honum og vid fengum okkur eitthvad gott ad borda thar, thetta var held ég japanskur eda taiwaniskur veitingastadur. Audvitad bordudum vid thetta med prjónum, hehehe, ég er ordin ansi gód í thessu núna en Maria samt ekki, endadi á hnífaporunum eftir smá basl med prjónana. Sídan sýndi konan okkur nokkra "leynistadi" hérna í thessu hverfi, hún sýndi okkur hárstofu thar sem madur fékk eins og hálfs klukkutíma hofudnudd og sídan er gerd hárgreidsla í asískum stíl (450 kall!!!), kínverskan veitingastad thar sem madur getur keypt skrítna eins konar mjólkurhristinga, asíska vídeoleigu thar sem madur gat keypt kalt te med einhverju skrítnu í sem var eins og slímugar litlar gúmmí kúlur (var ekkert ad fíla thad reyndar en hópur af fólki med skásett augu sá okkur med thetta á gotunni og vildi endilega fá ad vita hvar vid keyptum thetta, haha) og nokkrar búdir thar sem hún sýndi okkur hvar vid gaetum keypt skrítna hluti eins og sýróp og hnetusmjor sem thú venjulega finnur ekki hérna!

Um kvoldid gerdum vid ponnukokur. Nick gerdi ameriskar ponnsur, thessar thykku og hann setti súkkuladi í thaer líka sem ad bara hann gerir víst, haha, og thar sem vid fundum eins konar sýróp var hann himinlifandi! Ég og María gerdum skandinavískar ponnsur, thessar venjulegu thunnu. Okkur tókst nokkud vel til verd ég ad segja (eftir smá aefingu, haha, fyrsta ponnukakan vard aaaalt of thykk)! Sídan fengu nágrannarnir vid hlidina ad smakka líka, hehehe. Litla 3ja ára nágrannastelpan kom yfir thar sem hún sá ad eitthvad skrítid var ad gerast í eldhúsinu og til ad fylgjast med okkur. Thegar Francis var búin ad vinna (klukkan 10) kom hún yfir líka og fékk ad prufa ponnsur. Sídan var bara haft gaman (skiptinemar og hún Francis eiga ekki í vandraedum med thad!) thangad til ad einhverntiman um nóttina var farid ad sofa.

Daginn eftir var vaknad á endanum, ponnsur í morgunmat og sídan drifum vid okkur til CDE. Vid skelltum okkur í hausnuddid (mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm, ekkert smá gott!), ég og maria en nick ekki thar sem hann átti ekki pening greyjid. Sídan thurfti Maria ad fara heim til sín til Santa Rita thar sem mamma hennar vildi ekki ad hún vaeri lengur ad einhverjum ástaedum (eflaust einhver misskilningur i gangi thar sem Maria talar varla neina spaensku thvi ad systir hennar talar alltaf vid hana a ensku). Thá voru thad bara ég og Nick. Vid fórum ad leita ad veitingastad, langadi i arabískan veitingastad, thad er einn i CDE en vid fundum hann ekki. Okkur langadi adallega í eitthvad sterkt (í sudurameríku er allt djúpsteikt, ekki eins og í mexiko :(:(:( ) en okkur tókst thad nú samt! Sáum skilti á kínversku og gengum inn, thar var lyfta og vid fórum thar inn. Hmm... 13 haed... jabb! Thetta var thá thessi stóra bygging, hahah, og audvitad fórum vid upp á haestu haedina sem vid gátum og kíktum út um glugga thar, vááááá, ekkert smá flott! Horfdum yfir midbaeinn thadan! En sídan reyndum vid ad fara alveg efst upp, upp á thak... lobbudum upp stiga og fundum hurd en hún var laest :(. Nick heyrdi eitthvad hinum megin vid hurdina svo ad vid hlupum nidur aftur og í lyftuna, hehehehe, má alveg orugglega ekki fara tharna upp, virtist vera ibúdablokk og eitthvad af skrifstofum líka. Í lyftunni á leidinni nidur kom kona og strákur inn. Konan spurdi okkur hvadan vid vaerum og sídan hvort vid vaerum frá AFS! Vid komumst ad thví ad hún hafdi verid local representant fyrir AFS (sem Zoila er núna)!! Hún hafdi samt haett thegar hún hafdi ekki lengur tíma fyrir thetta. Thetta virtist vera alveg svakalega gód kona, henni langadi mikid til ad gera eitthvad med skiptinemunum í CDE og fyrrverandi skiptinemum hérna og sagdi ad vid maettum hringja i hana thegar vid vildum og allt thad, svakalega nice, vildi bara ad hún hafi ekki thurft ad haetta thar sem Zoila er algjor andstaeda hennar!! (Thaer eru samt vinkonur svo ad ég er fegin ad ég sagdi ekkert vodalega slaemt um Zoilu í návist hennar, hahaha). Sídan fórum vid ad lokum á thennan asíska veitingastad, thegar vid komum in thar voru krakarnir ad spila ping pong á midju gólfinu eins og ekkert vaeri edlilegra. Vid settumst bara nidur og pontudum eitthvad. Eitthvad med kjoti og svo núdlu/spaghetti eitthvad med kolkrabbaormum... mmm :S:S. Núdlurnar/Spaghettiid var rosalega langt og erfitt ad setja thad á diskana og eftir á thá tókum vid eftir stórum eldhússkaerum á enda bordsins... (WTF?!)... thau voru víst til ad klippa núdlurnar svo ad thad yrdi audveldara ad borda thetta! xD Ekkert smá fyndid! En vid settum allt sterka dótid sem var á bordinu á matinn svo ad vid fengum svo sannarlega sterka matinn sem okkur langadi svo í!! xD Settum allt of mikid og spúdum nánast eldi eftir á... áts... kókid var klárad um leid xD.
Eftir thetta fórum vid til ad taka straetó til "km4" thar sem Hernandarias straetóinn kemur. Okkur datt thá í hug ad kíkja í heimsókn til einhvers... hmm.. búin ad kíkja til Johonnu (daginn ádur) svo vid ákvádum ad fara til Adrians. Ég vissi í hvada átt hann átti heima og nokkurnveginn hvernig ég gaeti komist thangad og straetóinn sem ad vid vorum í var einmitt á leidinni thangad. Sídan fylltist straetóinn of mikid (fólk hangandi utan á meira ad segja) svo ad ég sá ekki thad mikid út og vid fórum fram hjá thar sem vid áttum ad fara út... o ó... En vid thá bara bidum eftir thví ad straetóinn sneri vid og faeri til baka, vissum ekki einu sinni hvort ad their gerdu thad hérna en einhvernveginn tharf madur ad komast ad thví! :D Vid fundum út ad thessi straetó faeri alla leidina til Presidente Franco sem er annar baer vid hlidina á CDE, díses... fórum um allan baeinn, endudum á einskonar stoppistod sem var eins og straetókirkjugardur, med fullt af "restum" af gomlum straetóum. Sátum eins og vitleysingar tharna í straetónum á medan bílstjórinn fór út og kom aftur og sneri til baka, og aftur keyrdum vid um allan baeinn, loturhaegt.. bílstjórinn ekkert ad fljýta sér... veifa til vina og allt thad. Thetta var meira en klukkutími og ad lokum stukkum vid út úr rútunni gudslifandifegin og med auma rassa (haha, segi svona) og fundum Adrian og bródur hans sem var á bíl. Vid fórum og sóttum Lauru og keyrdum um CDE. Skrítid ad vera á bíl thar sem ég fer um allt í straetó eda labbandi! Sídan fórum vid heim til Ishu (Belgía) en hún var reyndar ekki heima, var í Chile, en bródir hennar og bródir Adrians eru vinir svo ad vid fórum thangad og sátum thar og toludum og drukkum terere. Svo ad lokum thá vorum vid Nick ordin stressud út af tímanum, ordin 9 klukkan og dimmt og heldur haettulegt úti og í straetóunum svo ad vid vildum fara ad koma okkur heim til Hernandarias. Bródir Adrians baudst thó til ad skutla okkur bara heim, vid thádum thad (mér létt thar sem ég hafdi aldrei verid svona seint í CDE og mér leyst ekki alveg á ad bída eftir straetó og allt thad thegar thad var ordid dimmt). Klukkan var alveg ad verda 10 svo ad thau létu okkur bara út fyrir utan apótekid thar sem Francis vinnur og vid bidum í smástund thangad til ad hún var búin ad vinna. Thá fórum vid ad kaupa ís, keyptum kíló af ís (namm namm) á medan Francis fór heim til sín ad skipta um fot. En sídan mátti hún thó ekki fara út svo ad vid Nick sátum uppi med kiló af ís! :S Og tjónustustelpan vildi ekki einu sinni ís, hahaha. Vid gerdum okkar besta en skelltum sídan afgangnum inn í frysti.

Daginn eftir gerdum vid tilraun til ad vakna snemma, tókst ekki reyndar... Vid fórum til CDE og tókum rútu til Santa Rita. Um kvoldid var nefninlega planad ad halda upp á afmaelid hennar Maríu med svaka flottu partíi heima hjá Nick! Thad var búid ad panta koku, bleika thar sem themad var bleikt fyrir prinsessuna Maríu (fékk thetta "gaelunafn" í pedro juan ferdinni, hehehe) og á henni stód "til hamingju med afmaelid" á finnsku! Ekkert smá krúttlegt en líka rosalega flókid, hahaha! Nick sagdi ad andlitid á konunni hafi verid ansi fyndid thegar thau hofdu bedid hana ad skrifa thetta á kokuna. AFS konan í Santa Rita var samt ad skipta sér af thessu, sagdi ad enginn maetti koma til Santa Rita og eitthvad vesen. Hún fékk ad vita ad vid vaerum ad halda afmaelisveislu og ekkert sem bannar thad en hún vildi ekki leyfa thad thar sem hún hélt thad fram ad vid myndum oll drekka áfengi. Hún meira ad segja kom á stadinn og vildi ad vid haettum vid afmaelisveisluna... Bródir Nicks sá thó um hana og sagdi henni ad fara og ad lokum fór hún en sagdist aetla ad koma aftur. Thessi kona er ekki alveg í lagi víst.. Thegar hún var farin var thó dregid upp áfengid, fullt af vinum bródur Nicks komu og thad var bara ansi gaman. Nokkrir skiptinemar úr Asuncion og odrum baejum komu og thad var rosalega gaman ad sjá thá. AFS konan lét ekki sjá sig aftur sem betur fer (en hún hefdi samt aldrei fengid ad koma inn og ekkert haegt ad sjá inn fyrir stóru hlidi fyrir utan svo engar áhyggjur).
Daginn eftir fóru flestir heim til sín en ég, Nick og Gvodny vorum eftir hjá Nick. Vid fórum út á videoleigu og leigdum nokkrar myndir og svo var bara legid og horft á myndir og Ugly Betty thaetti í rólegheitunum thad sem eftir var af helginni. Voda nice :D.
Svo er thessi vika búin ad vera nokkud róleg... Tókst reyndar ad veikjast á mánudeginum.... ooooomurlegt... annad skiptid sem ég veikist í PY. Fyrsta skiptid sem ég veiktist var fyrir svona 1-2 vikum. Í baedi skiptin var málid víst ad ég bordadi eitthvad med eggi í og drakk vatn eftir á... wtf?? Ég drekk alltaf vatn og nóg af thví en aldrei hef ég nokkurn tíman heyrt ad madur megi ekki drekka vatn eftir ad madur bordar egg!! :O En thetta var mér sagt... en í baedi skiptin thar sem ég vissi thetta ekki thurfti ég ad tjást í 3-4 klukkutíma, aelandi og ehem-ehem thangad til ad ekkert er eftir inni í mér til ad aela... oj bara... ekki gód lífsreynsla. Á mánudeginum af einhverjum ástaedum stoppadi Macarena vid hjá mér ádur en ad hún fór í skólann sinn (thetta var snemma um morguninn) og á theim tíma hafdi ég nád ad skrída frá badherberginu og upp í rúm. Lá tharna eins og ég veit ekki hvad, gat varla talad, hahahah. En svo lagadist thetta allt.... maginn samt i klessu i nokkra daga á eftir, gód megrunaradferd, hahaha, nei grín! Samt er mangóid málid! Mangótímabilid er núna!! Eeeeelska mangó!! Í Asuncion er thetta algjor plága! Thad eru allt of morg mangotré og mangó út um allt á gotunum. Gaman ad stíga á thau og sprengja thau thví ad steinninn flýgur alltaf úr, haha :D (Líka gaman ad borda thau audvitad!).
Á thridjudaginn kíkti ég "í terere" til Jonu. Fór mér straetó og gat mér til hvar hún aetti heima og fann thar sem hún á heima án stórra vandraeda, vodalega stolt af mér :D! Svo í gaer fór ég og hitti Johonnu, Lauru, Adrian og bródur hans. Vid fórum og nádum í Jonu og keyrdum um. Samt er eins og thegar allir eru saman svona thá gerum vid ekki neitt... :/ Veit ekki alveg hvad málid er en thad var samt gaman ad sjá thau. Svo kíkti ég út í búd, keypti mangó og fleira gott og sat heima um kvoldid og horfdi á bíómyndir, hehehe. Rólegheit eru gód líka :).

Já, annars langadi mig núna til ad kíkta til Corrientes í Argentína, rétt hinum megin vid landamaerin, til thess ad hitta vin thar sem ég hef thekkt lengi og skella mér á Carnivalid thar en Zoila vildi ekki leyfa mér thad. Vodalega pirrud úr í AFS thessa dagana. Ég vissi thad ekki ádur en ég fór út en thau eru med allt of margar reglur. Audvitad er thetta allt til ad vernda krakkana og til thess ad foreldrarnir leyfi krokkunum ad fara svona út en mér finnst thetta samt allt of mikid. Ég kem thetta langt og sídan má ég ekki gera neitt. Thad ad ferdast er óskaplega erfitt. Ég held ad ég sé medal theirra sem ferdast hvad mest af ollum skiptinemunum hérna í Paraguay. Ég geri allt sem ég get mogulega gert hérna, nýta árid mitt hérna. En thad eru skiptinemar sem hafa varla nokkurntíman farid út fyrir baeinn sinn, thau sitja bara heima hjá sér og láta sér leidast. Thora ekki ad spyrja foreldra sína um ad fá ad ferdast og finnst hálfvonlaust ad finna leidar til ad sjá meira af PY. Thad má ekki gista á hóteli, thad má ekki ferdast á nóttunni, thad tharf ad fá leyfi frá AFS í fyrir ollu og segja theim nákvaema stadsetningu manns á hverjum tíma, blah blah blah... Svo tharf madur ad gista hjá einhverjum sem madur thekkir. Hjá fraenku, fraenda eda hjá fjolskyldu skiptinema sem ad madur thekkir. En krakkarnir sem ad thekkja ekki skiptinema neinsstadar eda eiga ekki fjolskyldumedlimi neins stadar geta bara ekkert ferdast.. Svakalega mikid sem ad thau fá út úr árinu sínu hérna... Ég er rosalega heppin med fjolskylduna mína. Hún vill ad ég geri hluti, vill ad ég ferdist til thess ad geta séd meira af Paraguay. Henni finnst thad bara frábaert ad ég finni mér einhvern til ad fara med og kíkja á hina og thessa stadi thví ad thau geta ekki farid med mig um allt. Thau eru meira ad segja líka hneikslud á AFS... í hvert skiptid sem ég vil fara einhvert tharf ég ad fylla út pappíra, láta thau skrifa undir og fara med thá á skrifstofu Zoilu í CDE... Um daginn thurfti ég ad hringja í Zoilu thví ad ég vildi fara til Argentínu og thá sagdi hún vid mig ad ég vaeri nú thegar búin ad ferdast mjog mikid og sagdi mér ad ég thyrfti ad eyda meiri tíma med fjolskyldunni minni... hmmm... ég samt sagdi henni ad fjolskyldunni minni fyndist thad allt í gódu og vildi ad ég gerdi eitthvad svona frekar en ad sitja bara heima og leidast svo ad thá var thad allt í lagi, sem betur fer, haha. Hingad til er ég samt nokkud sátt, búin ad takast ad sjá nokkud mikid af Paraguay og ég hef ennthá mánud til ad sjá meira. Heppni ad árstídarnar eru ofugar svo ég hef nánast 3 mánudi af sumarfríi thar sem ég er frjáls til ad gera thad sem ég vil! :D

Hey, thad er ekkert mál ad setja inn myndir sem eru nú thegar á netinu hérna!! Kúúúl!!! Myndir!! Hún Brittaney er med fullt, fullt af skemmtilegum myndum á "orkut-inu" sínu. Orkut er eins og myspace hérna.
Enjoy!! :D:D


Pedro Juan ferd!
Shopping China... stórmarkadur sem haegt er ad finna allt í thar sem hópi af skiptinemum var sleppt lausum!














Vilta-Vestrid takk fyrir!!















Úlalaa! Kúrekarnir Nick og Britt!















Prinsessurnar :D















Veit ekki alveg hvad var ad gerast tharna...
Leiktaekjagardur eda eitthvad vid hlidina á stórmarkadnum... :D













Ííííhaaaa!! Robin!















Stelpunum gekk ekki eins vel... vorum dottnar af ádur en haegt var ad taka myndir af okkur á baki, hahaha xD















Janneke... og skiltid sem á stendur ad aldurtakmarkid sé 9 ára... eeeeen thetta var allt á portúgolsku svo ad vid "skildum ekki neitt" xD















Nádist mynd af mér, hahah xD Madur er ávalt ungur í anda!!















María prinsessa :)

Camping uppi í sveit... og repeling!! Klettasig!!














Hópurinn... Nick, Britt, María, ég og Janneke.













Uppi í fjalli :D

Las Cataratas! Fossarnir Braselíumegin!














Í rútu á leidinni ad fossunum. Ég, Brittaney og Janneke.













Vííííí xD















Újeee.. skvísurnar og náttúrufegurdin! Ég, Janneke, Britt og vinkona Britt frá Thýskalandi.
















Britt og Janneke! :)
















Bátaferdin! Vid stódumst ekki freistinguna fyrst ad vid vorum tharna! :D















Ég og Britt voda saetar :D Hihihihi :)
Vona ad thid hafid haft gaman af thessu :) Loksins myndir!! Hahahah!! :)
Kaerar Paragvaeískar kvedjur,
Hildur Inga!!
2. febrúar... 6 mánudir lidnir frá thví ad ég fór frá Íslandi! Ekkert smá skrítid!! :S

8 comments:

Anonymous said...

Vá það er nú meira flakkið á þér ;o) Það styttist óðum í brottför hjá mér þetta er farið að verða svolítið scary :oP Er einmitt með smá kveðju hóf núna á eftir þar sem tvær vinkonr mínar verða í útlöndunm næstu helgi...þetta verður fínt!

Anonymous said...

Hljómar vel! :D

En ég get samt sagt thér ad um leid og thú ert búin ad kvedja fólkid thitt og komin inn á flugvoll thá er thetta ekkert mál! Var allaveganna thannig fyrir mig :D

Í dag er akkúrat hálft ár sídan ég kvaddi fólkid mitt á flugvellinum og yfirgaf Ísland.... 6 mánudir frá Íslandi... :S
Skrítid...

Sunna Rós said...

Vó...það er skrýtið!Þetta er samt einhvernveginn ekkert að "sink in" ég er ennþá að bíða eftir sjokkinu við að vera að fara...kom< það einhverntíman hjá þér?

Anonymous said...

Hmm... held í rauninni ekki... ég fattadi ekki ad ég vaeri í alvoru alvoru i sudur ameriku, paraguay, fyrr en svona 3-4 vikum eftir ad ég kom hingad!:O thetta var bara allt vodalega skritid...
en eg fattadi samt ekki alveg ad eg vaeri ad fara út fyrr en samdaegurs.. var i rolegheitum ad dullast vid ad pakka nokkrum dogum adur... for a fund afs klukkan 11 og sidan for eg heim og tha fyrst fattadi eg ad eg vaeri ad fara og for ad pakka fyrir alvoru, hahaha! sidan kom amma i heimsokn og vinkonurnar og eg i svaka stressi og ekkert skemmtileg... hehehe.. aej aej... en thetta tokst.. var sidust ut a flugvoll en thad hafdist nu samt xD

Anonymous said...

Það er ekkert smá skemmtilegt hjá þér... frábær upplifun :)

Njóttu!

Kær kveðja,
Ólína vinkona mömmu þinnar

Anonymous said...

Blessuð og sæl Hildur mín!!!. Gaman að fá að sjá myndir af þér, sá að þú varst í Incubus bolnum hehehehe Incubus rokkar feitt. hehehe. En já það er alltaf gaman að lesa bloggið hjá þér og hlakkar til að kemur heim :)

Anonymous said...

Hæ elsku Hildur Inga mín.
Frábært hvað þú skemmtir þér vel :)
Ómg. höfuðnudd í einn og hálfan tíma, væri sko til í að prófa það.
Hugsa sér að það sé komið hálft ár síðan þú fórst að heiman, þannig að þú ert meira en hálfnuð með tímann úti og styttist í að við hittumst á ný.
Því er um að gera að njóta tímans eins og kostur er, ferðast og gera það sem þig langar til, en auðvitað að muna að fara varlega.
Mundu að kíkja á póstinn þinn.
Stefnum að því að hringja á mánudaginn þegar GM kemur.
Ástarkveðjur,
Mamma

Anonymous said...

Mamma: var ad paela i thvi hvort ad thid myndud hringja sidustu helgi thar sem thad var fyrsta helgi manadarins en mer fannst thad samt oliklegt, hahaha, taeknisnillingurinn hann pabbi uti a indlandi og allt thad :D verdur gaman ad heyra i ykkur, lattu saevar graeja skype svo thad verdi ekki allt of dyrt :)
en thad vaeri samt betra ef thid gaetum hringt a thridjudaginn eda midvikudaginn thvi ad eg hugsa ad eg verdi ekki heima a morgun. Fjolskyldan er uppi i sveit og eg er buin ad vera hingad og thangad, hja hinum og thessum en hugsa ad eg fari heim a morgun en eg veit ekki klukkan hvad. Held ad fjolskyldan komi heim a morgun eda hinn og thad gaeti verid ad eg verdi lengur herna (er nuna heima hja johonnu) ef thau koma ekki a morgun en vid sjaum til :)
sá póstinn og vard ekkert smáááá glod og stolt af mommu minni!!! Um leid thá deildi ég upplysingunum til theirra sem voru med mer tha, nick og paragvaeiskir vinir, hahaha :D mamma ad fara ad hitta forseta islands! jeij! :) en rosalega mikill heidur ad vera tilnefndur svona, skiptir ekki mali hver faer verdlaunin i lokin en thetta er bara alveg svakalega frabaert!! :D
I dag er afmaeli mommunnar herna.. hef ekki huuuuugmynd hvad eg get gefid henni i afmaelisgjof!! :S:S Mer datt i hug ad bjoda henni i asiskt hofurnudd en eg veit samt ekki hvort ad hun myndi fila thad, hahaha xD

Incubus er malid!! :D hahahah!! :P Hlakka rosalega mikid ad koma heim og sjá alla! :) Bara 5 mánudir eftir! Mikid svakalega lidur thetta! :S