Wednesday, 4 June 2008

Chaco og ég 19 ára!

Komid ad bloggi! Loksins! Er búin ad vera internetlaus í laaaangan tíma en núna er thetta loksins komid í lag! :D

Margt búid ad gerast! Best ad byrja á byrjuninni. Thad er búid ad vera alveg rosalega kalt og mér tókst audvitad ad veikjast á endanum. Mest alla thar sídustu viku var ég veik, ekki nógu skemmtilegt! Sídan í sídustu viku átti ég afmaeli. Ég vard 19 ára :D Ég átti alveg yndislegan afmaelisdag!! Allir mundu eftir afmaelinu mínu og voru ótrúlega gódir vid mig! :)
Reyndar byrjadi dagurinn kannski ekki alveg nógu skemmtilega, fann ekki skólabúninginn minn fyrr en eftir soldla leit og ég thurfti ad fara í ískalda sturtu thar sem thad var ekkert heitt vatn, en thad var bara til ad vakna betur! ;) Sídan thá vaknadi restin af fjolskyldunni (ég hafdi vaknad snemma) og óskudu mér oll til hamingju med afmaelid og Ceci kom med smá pakka, ótrúlega saeta inniskó, akkúrat thad sem mig vantadi!! Thegar ég kom í skólann thá kysstu mig og knúsudu allir skólafélagarnir og óskudu mér til hamingju. Sídan kom skólastýran í dyrnar til ad segja okkur ad fara ad mynda radir (veit ekki hvad ég get kallad thetta en á hverjum morgni stondum vid oll í rodum eftir bekkjum og kyni og hlustum á skólastýruna tala, vid syngjum thjódsonginn og drogum fána landsins vid hún) og allir kolludu á hana og sogdu ad ég aetti afmaeli í dag. Undir lokin thegar vid myndudum radirnar sagdu hún ollum skólanum ad litli skiptineminn frá Íslandi aetti afmaeli! Thá sneri hver einasti nemandi hofdinu til ad leita ad mér í rodinni, hahaha!
Eftir frímínuturnar thá komu bekkjarsystur til mín og sogdu ad thaer vaeru med óvaentan gladning fyrir mig. Thaer bundu fyrir augun á mér og leiddu mig inn í eina stofuna. Thar var allur bekkurinn samankominn, búin ad skreyta stofuna med blodrum, skrifa á tofluna og thau hofdu meira ad segja keypt koku! Thau eru yndislegust í heiminum!!! Ég veit ekki hversu oft thau sungu fyrir mig, hahaha! :D
Ég fékk ad ráda hvad vaeri í hádegismatinn heima og eftir matinn thá fékk ég annan pakka. Ég fékk ótrúlega flottan mate brúsa med nafninu mínu á! :D Thad stendur "Mate dulce" og "Hildur". Thetta semsagt hitabrúsi med mate glasi. Mate er eins og terere (sem er kalt te) nema med heitu vatni í stadinn fyrir koldu. Mate dulce er sídan annad sem ég eeeelska og er svona mate fyrir krakka, hehehe :D
Thar sem thad var thridjudagur fór ég eftir mat í myndlistatíma og guaranítíma. Myndlistakennarinn var tilbúin med gjof handa mér sem var sjal sem hún hafdi málad, alveg ótrúlega fallegt!!! :D Mamma og Gísli Már hringdu akkúrat á medan ég var í tímanum svo thad var ekki mikid gert tengt myndlist, en thad gerdi ekkert til! Sídan fór ég í guaranítíma sem er med nokkrum odrum skiptinemum. Guaranikennarinn gaf mér vodalega saetan hring og allir komu med eitthvad matarkyns og vid bordudum, spjolludum og hofdum thad gott í lok tímans. Pabbi hringdi audvitad líka, í lok guaranitímans en thad var bara stutt.
Thegar ég kom heim var ég bara búin ad vera heima í stuttan tíma thegar stelpa úr skólanum kom í heimsókn, hún kom med súkkuladi fyrir mig, hehehe. Vid horfdum á bíómynd og sídan fór hún heim til sín um tíuleitid. Thad er ekki mikid haegt ad gera á kvoldin í Paraguay thví midur svo ad ég fór bara ad sofa.
Thad var ekkert djamm thar sem ég hafdi verid veik helgina og vikuna ádur! Thad gerdi thó ekkert til, thví verdur bara bjargad seinna! :D

Helgina á eftir, semsagt thessa helgi fór ég sídan í ferdalag alla leidina til Chacosins! Thetta er landshluti Paraguays (Paraguayáin skiptir landinu í tvennt; sudausturhlutann og nordvesturhlutann sem er kalladur Chaco) sem naer yfir helming landsins sem er hálfgerd eydimork thar sem nánast enginn býr! Thessi ferd var á vegum AFS eda thad er ad segja á vegum sjálfbodalida í einni borg (AFS í Paraguay gerir ekki ra**g** fyrir okkur hérna...(thad er samt bara AFS PY)) og flestir skiptinemarnir í Paraguay fóru.
Snemma á fimmtudagsmorgninum fór ég til Asuncion (maeting fyrir framan AFS skrifstofuna á fostudagsmorgninum til ad fara í Chacoferd) med Sunnu, Jonu, Lizu og Amondu og thar fór hver í sína áttina. Ég og Jana gistum thá nóttina hjá fraenku minni í Asuncion. Vid fórum med toskurnar okkar thangad og kíktum sídan nidur í midbae. Vid hittum Nick thar og annan skiptinema frá Thýskalandi, Ronju (já hún var skírd eftir myndinni Ronja raeningjadóttir!!). Vid skodudum okkur adeins um í midbaeunum og kíktum sídan á held ég dómkirkjuna, thetta var allaveganna heldur gomul og vedrud kirkja, og á safn. Mig langadi nefninlega ad sjá soldid af Asuncion og kíkja og svona stadi thví ad alltaf thegar ég hef farid til Asuncion hefur ferdin adalega snúist um partístand.. *'-'*
Vid maettum klukkan 10 morguninn eftir á AFS skrifstofuna. Fraenka mín í Asuncion býr rétt hjá skrifstofunni svo vid lobbudum bara ad sjálfsogdu. Thetta voru ca. 15 húsalengdir (allt er maelt í húsalengdum) og okkur tókst ad rata thangad vandraedalaust thó svo ad einu sinni beygdum vid inn á heldur skuggalegt gotusund en vorum fljótar ad forda okkur thadan, ekki snidugt fyrir tvaer ljóshaerdar stelpur ad vera. Á skrifstofunni bidum vid lengi eftir ad leggja af stad en ad lokum komu tvaer stórar rútur og sóttu okkur. Mest allur dagurinn fór sídan í thad ad keyra til Mariscal Estigarribia í Chacoinu thar sem vid gistum. Thetta var 6 tíma ferd. Vid komum á hótelid og komum okkur fyrir thar. Stelpurnar gistu á hóteli en strákarnir gistu annars stadar, í húsnaedi hersins eda eitthvad thannig, thetta var ekkert spennandi stadur og klósettin thar voru vaegast sagt vidbjódsleg! Greyid strákarnir, hehehe. Um kvoldid var skipulagt eins konar "diskótek" fyrir okkur. Thetta var salur thar sem var spilud tónlist. Vid fengum thó bara vatn og gos a drekka, hehe.
Á laugardeginum var vaknad snemma og thann daginn kíktum vid á fullt af stodum í Chacoinu! Vid fórum til Loma Plata thar sem er mjólkurverksmidja og vid kíktum pínku thar inn og fórum sídan á stórmarkad thar vid hlidina thar sem ég fann sykurpúda og gúmmíbangsa sem er sjaldséd í PY! Namm namm :D Vid fórum til Filadelfiu sem er staersta borg Chacosins. Vid vorum thó of sein til ad ná fyrir lokun á safnid í Filadelfiu thar sem vard smá seinkun á okkur. Vid fórum í Fortín Boquerón sem er sogulegur stadur, thetta er fyrrverandi hervirki eda eitthvad thannig úr strídinu um Chacoid árid 1932-1935 sem var rosalega erfitt stríd víst. Thar var okkur sýnt um stadinn og saga Chacosins sogd. Eftir thad fórum vid til baka thar sem strákarnir sváfu og thad var undirbúinn vardeldur thar sem vid sátum og grilludum sykurpúda og hofdum thad naes um kvoldid.
Á fostudeginum heimsóttum vid frumbyggja Chacosins sem eru indjánar. Thau samt búa bara í venjulegum húsum flest nú til dags. Vid keyptum handa theim allskonar matarkyns og kex og nammi fyrir krakkana. Eftir hádegi var ferdinni haldid heim á leid og vid komum til Asuncion um kvoldid. Ég og Jana gistum aftur hjá fraenku og morguninn eftir tókum vid rútuna heim á leid.
Thetta var alveg ótrúlega skemmtileg ferd! Rosalega gaman ad fara thetta med ollum (eda flestum) skiptinemunum og ég vard alveg ástfangin af trjánum í Chacoinu (veit ad thetta hljómar skringilega). Thad voru alveg ótrúlega mikid af fallegum og stórum trjám í Chacoinu og mikid af furdulegum trjám líka! Morg theirra voru med nálar eins og kaktusar og svo voru audvitad allskonar tegundir af kaktusum líka. Jardvegurinn var hvítur (jardvegurinn er raudur í austrinu og óhreinkar alveg ótrúlega mikid, í vestrinu er hann nokkud "venjulegur") og bara eins og sandur enda er thetta hálfgerd eydimork, hitastigid naer upp í 50ºC á sumrin... :S Sem betur fer var rosalega kalt upp á moskítóflugur, snáka og kóngulaer ad gera thar sem ekkert thannig lét sjá sig fyrir utan eina nokkud stóra kónguló vid vardeldinn. Nokkrar stelpur vildu ómogulega láta drepa hana svo ad hún var veidd í glas og farid med hana soldid í burtu og henni sleppt :)

Thetta er semsagt svona thad mest spennandi sem hefur verid ad gerast á undarfornum vikum!Naestu helgi eru sídan lokabúdirnar. Annars thá er ég ekki ad fíla hvad tíminn lídur hratt!! Ég á innan vid mánud eftir hérna í PY... mig langar ekkert ad fara!!! :( Uhuhuuuu :'(

Nú veit ég flugplanid mitt:

Frá Asuncion til Sao Paulo í Braselíu thann 1. júlí klukkan 5:45. Thar tharf ég ad bída í 12 tíma!! Aetla rétt ad vona ad Lára fari heim med mér svo ég thurfi ekki ad fljúga heim (Sverrir er nefninlega farinn heim). Sídan flýg ég til New York og tharf ad bída AFTUR í 12 tíma og ad lokum flýg ég til Keflavíkur og verd komin thangad klukkan 6:20 thann 3. júlí. Ógedslegasta flugplan í heimi!! :'(
Ég allaveganna kemst á leidarenda thann 3. júlí og thá vil ég sjá alla takk fyrir!!! Thad er bara svo sjúklegt hvad ég er búin ad sakna ykkar!!

Ykkar,
Hildur Inga

Myndir!!
http://www.facebook.com/photos.php?id=646325566

3 comments:

Anonymous said...

Hæ hæ, alltaf jafn gaman að fylgjast með þér þarna úti, þetta verður langt ferðalag sem að þú þarft að leggja í, en bara góða ferð heim, hlökkum til að sjá þig,
Kv. Jóhanna, Jói og family.

Anonymous said...

Hæ hæ,
Já þetta verður langt ferðalag heim. Vonandi verður Lára líka á leið heim. Væri gott fyrir ykkur báðar að hafa félagsskap af hvor annarri.
Verður rosalega gott að fá þig heim :) Skil vel að tilfinningar séu blendnar og mjög eðlilegt.
Knús, knús, knús,
Ma

Anonymous said...

Lára kemur med mér heim sem betur fer svo ad ég tharf ekki ad ferdast ein! Mér var sagt í dag ad toskurnar verda sendar alla leidina til Keflavíkur svo ad ég tharf ekki alltaf ad checka inn og út toskurnar. Aetlum ad gera eitthvad skemmtilegt í Sao Paulo og New York á medan vid bídum! ;)
Annars thá voru sídustu AFS búdirnar í dag... ótrúlega sorglegt!!! Allir fóru ad gráta í dag thví ad vid vorum ad sjá flesta hina skiptinemana í sídasta skiptid... :'(