Wednesday, 11 June 2008

Sídustu AFS búdirnar..

Hoooola! ;)

Um sídustu helgi voru sídustu AFS búdirnar... ohh thetta er svo sorglegt!!!!! Á sunnudeginum fóru naestum allir ad gráta thegar vid thurftum ad kvedjast. Ég fór ad gráta audvitad og thegar Jana sá mig fór hún ad gráta líka og hún segist gráta nánast aldrei! Ég var mjog sennilega ad sjá flesta skiptinemana í sídasta skiptid!!! :'(
Búdirnar voru haldnar á hóteli í Ciudad del Este í thetta skiptid. Á fostudaginn kom Maria frá Santa Rita um hádegid og vid fórum nidur í bae. Vid thurftum ekki ad maeta í búdirnar fyrr en klukkan átta svo ad vid hofdum slatta tíma. Vid vorum med allt draslid okkar svo ad vid ákvádum ad fara fyrst med thad á hótelid (sem er í midbaenum) og láta geyma thad. Thegar vid komum thá var okkur sagt ad AFS vaeri ekkert med pantad... Thá hringdum vid í AFS til ad vita hvad vaeri eiginlega í gangi og thá hringdi AFS á hótelid og aftur í okkur og vid komumst ad thví ad thau hofdu pantad en ekki stadfest pontunina eda eitthvad. Svo, AFS var ekki med stad fyrir búdirnar og thad var okkur ad thakka ad thau vissu thad og gátu reddad odru hóteli ádur en allur hópurinn (um 60 manns) kom frá Asuncion!! ;) En vá... svona er AFS PY... alveg típískt!! Allaveganna thá reddadi AFS hóteli soldid í burtu og thar sem thetta var mjog seint, um 8 og ordid dimmt, og ég hafdi ekki hugmynd um hvar thetta vaeri taladi ég thau til med ad borga leigubíl fyrir okkur :P
Vid fórum og fengum okkur ad borda og thá hringdi Zoila til ad "láta okkur vita" ad hótelinu hefdi verid breytt. Stuttu eftir thad hringdi Jana alveg ad fríka út og vissi ekki hvad hún aetti ad gera... málid er nefninlega ad Jana er alveg hrikalega hraedd vid Paraguay og alveg ótrúlega ósjálfbjarga stundum! Ég bad hana bara ad róa sig adeins nidur og taka bara straetó nidur í bae og hitta okkur. Hún gerdi thad og vid fórum sídan á hárgreidslustofu og létum klippa hárid á okkur (hárid á mér var klippt ógedslega... annad skiptid í paraguay og í baedi skiptin tha kunna thaer ekkert til!) og fengum okkur naglasnyrtingu. Eftir thad fórum vid í búdirnar sem voru thá á einhverju hóteli einhversstadar.
Thad var alveg ótrúlega gaman ad hitta alla og thetta var bara alveg aedi! :) Á laugardeginum fórum vid ad sjá itaipu (fimmta skiptid mitt) og í dýragardinn og safn sem ég hafdi farid í einu sinni ádur. Sídan eftir hádegi var prógram á hótelinu sem var svona undirbúningur ad fara heim (kvídi eiginlega pínu fyrir ad fara heim... verdur erfitt...) en hjálpadi mikid. Á sunnudeginum fórum vid ad sjá salto monday, fallegan foss, og sídan fórum vid oll í hring á grasflot thar og thar áttum vid ad láta terere ganga. Eda hver og einn átti ad velja eina manneskju til ad gefa terere og segja eitthvad fallegt vid hana eda bara hvad sem er. Ég var med tárin í augunum naestum allan tímann! Eftir thad fodmudust allir og margir alveg hááágrátandi...
Eftir thetta var ekkert meira, vid fórum á hótelid til ad borda hádegismat og sídan fór hver og einn heim til sín og tvaer rútur fóru med Asuncion krakkana heim til sín.

Ég er ad reyna ad nota tímann rosalega vel thar sem ég á pínkulítinn tíma í vidbót! Er ekkert búin ad fara í skólann thessa vikuna. Á mánudaginn rigndi svo ad ég fór ekki, fór sídan til CDE med Sunnu til ad versla smá og fara á pósthúsid ad ná í pakkann minn sem kom loksins, fullur af páskaeggjum og nammi!!!! Ótrúlega ánaegd! :) Ollum fannst páskaeggin alveg ótrúlega falleg og gód, hehehehe :P Á thridjudaginn var sídan verkfall!! :O Thad samt stód bara yfir thví midur í einn dag held ég en ég fór samt ekki í skólann í dag, hehe, fór med Jonu nidur í bae ad kaupa gjafir til ad taka med heim (mikid svakalega er allt dýrt!!! :'( eda thetta safnast svo hrikalega saman!) Ekki samt vera ad búast vid neinu miklu thid á Íslandi thar sem ad ég má taka svo hrikalega lítid med mér til Íslands. Ég má bara taka 20 kílóa tosku og 8 kíló í handfarangri sem er ekki neitt!!! Thegar ég kom var taskan mín 23 kíló og ég var med eitthvad svaka í handfarangri... Veit ekki alveg hvernig ég aetla ad fara ad thessu en vid sjáum til.

20 dagar í thad ad ég leggi af stad heim!!!

2 comments:

Unknown said...

VAAAAÁ!!! þetta er orðið svooo stutt! :D
við hlökkum bara rosalega til að sjá þig heima á íslandi aftur! :D

Anonymous said...

Hæ Hildur Inga mín,
Gott að páskaeggin skiluðu sér loksins.
Tek undir orð bróður þín, mikil tilhlökkun að fá þig heim :)
Frábært að þið Lára verðið samferða heim.
Hringjum á morgun.
Knús,
Ma