Wednesday, 8 August 2007

Gott og slaemt er ekki til, bara odruvísi.

Halló halló!! Ég er í Paraguay!!

Ég er heima hjá vinkonu núna og hún er med internet heima hjá sér svo mér fannst snidugt ad fá ad gera eitt litid og saett blogg.
Ég er semsagt í litlum bae sem heitir Hernandarias. Thad búa ca. 50.000 manns hérna. Allt hérna er odruvísi. Allt frá maurum á bordunum (sem er edlilegt, thetta eru bara maura) til fólksins sjálfs sem er mjog svona "Hallóóó (og stekkur á thig til ad heilsa)".
Í fyrstu var ég obbislega threytt eftir ferdinu (tók 50 klukkustundir og var ansi skrautleg) og skildi ekki rass í bala í thessu tungumáli theirra (spaensku med smá bland af guaraní) en um leid og ég var búin ad sofa smá vard allt audveldara. Núna skil ég alveg slatta en samt ekki allt. Litlu systurnar tvaer hafa verid ad tala mikid vid mig og thaer tala einfaldara og kunna ad útskýra á einfaldari máta svo ég laeri hvad mest af theim.

En ferdin í stuttu máli:

Flogid til New York.
2 klst. til ad komast í naesta flug.
Hlaup um flugvoll.
Misstum af vélinni thar sem flugfyrirtaekid Delta hleypti okkur ekki í flugid thví vid vorum 40 mínutum fyrir brottfor (eftir ad hafa hlaupid og hlaupid um staersta flugvoll bandaríkjanna og aldrei villst!) en ekki 60 mínútum eins og reglurnar segja til um.
Pabbi reddadi hóteli (AFS vissi ekkert, gerdi bara illt verra med thvi ad tviboka flugid okkar (vorum búin ad redda okkur fluginu eftir meira en 6 klst. hlaup um flugvollinn med thungar toskurnar)).
Daginn eftir fórum vid ad sjá ground cero og svo á flugvollinn til ad vera viss um ad komast í flugid. Vorum 5 klst. fyrir brottfor og okkur veitti nú ekki af tímanum thar sem delta er vangefid flugfelag! (verd bara ad segja thetta).
Nádum fluginu (ég thurfti ad fara i gegnum extra leit út af random selections eda eitthvad). Hlupum eins og vid gátum á flugvellinum í sao paulo til ad ná fluginu (ansa skrautlegt og hofdum aftur 2 klst. ). Nádum fluginu og forum til Asunción.
En....

Engar toskur!!!
Og thad var KALT!!! Og ég hafdi bara eina auma peysu thad sem eftir var af AFS námskeidinu.
Thad er búid ad vera óvenju kalt thessa dagana. Thetta á víst bara ekki ad vera til... Aetti ad vera svona 25ºC eda eitthvad thar sem thad er vetur.

Jaeja nóg um ferdina til Paraguay í bili. Eftir skjálfandi helgi (kalt alla helgina) fór ég ásamt 9 odrum til Ciudad del Este og thar beid nýja fjolskyldan mín med gedveikt krúttlegt skildi sem stód á "Velkomin Hildur".

Fjolskyldan er frábaer. Hef ekki lent í neinum vandraedum med hana eda neitt. Enginn talan ensku hérna svo ég thakka Gudi fyrir ad kunna soldid í spaensku! Thad er erfitt og ekkert gaman ad geta ekkert tjád sig! (eins og thegar ég kom fyrst og var svo threytt ad ég gat ekki mikid).

Skólinn.... ja... hann er pínu odruvísi eins og allt annad. Ég fór í fyrsta skiptid í skólann í dag. Eftir stuttan tíma átti ég svona 100 vini eda eitthvad. Ekki slaemt. Og í tímunum getur madur bara spjallad og slakad á. Ekki slaemt er thad?

Held ad thetta sé nóg í bili. Bid ad heilsa ollum litlu saetu íslendingunum sem ég thekki tharna í hinum enda veraldar!! :):)

Chau!!

P.S. Toskurnar skiludu sér nú samt sem betur fer! Thaer komu rétt ádur en ég fór med rútu til Ciudad del Este thar sem fjolskyldan fór med mig til Hernandarias.

5 comments:

Anonymous said...

Hæ elskan mín.

Gott að heyra að allt gengur vel. Það má segja að ævintýrið hafi byrjað strax í New York :)

Vildi svo gjarnan vera fluga á vegg og fylgjast með eða maur á borði :) Maurar eru jú prótein :)

Heyri í þér um helgina.

Kossar og knús,
Mamma

Anonymous said...

Sæl Hildur
það er gaman að heyra að allt gengur vel hjá þér. Skemmtu þér frábærlega vel

Anonymous said...

Hæ Hildur! :)
Gott að þú sért komin til Paraguay og að allt gengur vel! Þetta vesen í New York held ég að geri ferðina bara ennþá skemmtilegri! :D
Skemmtu þér frábærlega þarna í burskanum!! kv. Thelma

Anonymous said...

Hæ Hildur!
Gaman að sjá hvað það er gaman hjá þér:D hahaha Gott að vita að ferðin hafi gengið vel og að þú ert heil á húfi haha:D
Skemmtu þér æðislega vel þarna og ég bið að heilsa fjölskyldunni!

Anonymous said...

Skrautleg byrjun á stóru ferðalagi :D
hafðu það gaman og þú mátt ekki gleima að blogga nógu mikið um ferðina.. mér finnst svo gaman að lesa hvað er búið að gerast.
Kv. Magnea :)

ps. Ég bið líka að heilsa fjölskildunni.
er hægt að setja myndir inná þessa síðu ef svo er væri gaman að sjá fólkið sem þú ert að dvelja hjá.